Hvað gerir UT-torg?

GRATT_HVITT

UT-torg styður við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu, símenntun skólafólks og upplýsingamiðlun um tækni- og skólaþróun.

Starfssvið UT-torgs
Eftir hugmyndafund um stofnun UT-torgs var starfssvið torgsins skilgreint í eftirfarandi fimm meginþætti.

aug_realUpplýsingamiðlun um tækniþróun og nýjar aðferðir sem tengjast mennta- og skólamálum. UT-torg miðlar upplýsingum um nýja tækni og tækniþróun með tilliti til mögulegra áhrifa á menntun. Markmiðið með þessu þema er að hvetja skólafólk til að kynna sér og taka þátt í umræðu um hvernig tækni framtíðarinnar geti nýst í kennslu og skólastarfi. 

sjalfshjalpJafningjafræðsla, reynslusögur, spurt & svarað, o.s.frv. UT-torg er vettvangur til almennrar umræðu og upplýsingamiðlunar um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Skólafólk nýtir vettvanginn til að afla sér eða deila hagnýtum upplýsingum um notkun tækni í skólastarfi. 

starfssamfFagfélög, Facebook hópar, o.fl. Nú þegar eru mörg samfélög á netinu og víðar sem tengjast upplýsingatækni og menntun. Nefna má 3F, RANNUM, Facebook hópa, o.s.frv. UT-torg stuðlar að auknum tengslum milli þessara samfélaga og samræmingu með því að halda utan um, miðla efni og upplýsingum um margvíslega starfsemi.

MRN_LykilhaefniStuðla að jákvæðri umræðu um upplýsingatækni í mennta- og skólastarfi og hafa áhrif á stefnumótun. UT-torg er þátttakandi í stefnumótandi umræðu og verkefnum fyrir hönd skólafólks. Ennfremur stuðlar UT-torg að jákvæðri umræðu um upplýsingatækni í skólastarfi til að vekja athygli á kostum og möguleikum án þess að líta framhjá annmörkum og hættum. S.s. gera meira úr jákvæðum hliðum en neikvæðum.

simenntunVettvangur til að auka almenna þekkingu skólafólks á upplýsingatækni. UT-torg er starfssamfélag skólafólks og er helsta markmið þess að styðja við símenntun og starfsþróun. Þetta er gert með því að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal skólafólks, skipuleggja sérstök námskeið, standa fyrir viðburðum er tengjast tækni og skólastarfi, o.s.frv.

Fyrir hverja er UT-torg?
Á hugmyndafundi var markhópur torgsins skilgreindur á eftirfarandi hátt.

  • Starfandi kennarar
  • Skólastjórnendur
  • Kennaranemar
  • Foreldrar og nemendur
  • Fagfélög
  • Yfirvöld
  • UT iðnaður
  • Háskólasamfélag