Upplýsingatæknitorg er starfssamfélag þeirra sem hafa áhuga á og vilja nýta upplýsingatækni í skólastarfi. Torgið verður hluti af samfélagi torga sem heyra undir MenntaMiðju og verður formlega stofnað haustið 2013.
Uppbygging og mótun torgsins er hafin og á hugmyndafundi um stofnun UT-torgs kom m.a. fram að mikil þörf er fyrir stuðning við kennara sem vilja nýta UT í kennslu og stað sem heldur utan um og miðlar upplýsingum um UT.
Á hugmyndafundinum var starfssvið torgsins skilgreint í fimm meginþætti.
- Nýjungar í tækni og skólastarfi
- Hagnýtar upplýsingar um notkun UT í námi og kennslu
- Starfssamfélög í UT
- Umræða og stefnumótun
- Símenntun og starfsþróun
Í janúar 2014 bættist 6. þátturinn við, „Verkfærabanki“.
Verkefnið byggir á virkum tengslum vettvangs, fræðasamfélags, fagfélaga og áhugasamra einstaklinga víða um land.
Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í uppbyggingunni. Allar ábendingar, hugmyndir og skoðanir eru vel þegnar.