Coursera

image_pdfimage_print

Coursera er fræðslufyrirtæki sem býður upp á netlæg námskeið  í samvinnu við fremstu háskóla og stofnanir í heimi án endurgjalds.  Coursera er einnig  námssamfélag sem samanstendur af yfir 4 milljónum notenda. Sýn þeirra er að allir hafi aðgang að fyrsta flokks menntun sem hingað til hefur einungis verið aðgengileg fáum útvöldum. Og að valdefla fólk með menntun til að bæta lífsgæði þess.

Námskeiðin eru fjölbreytt og byggja aðallega á myndskeiðum og gagnvirkum æfingum. Coursera býður m.a. upp á námskeið tengd viðskiptafræði, læknisfræði, líffræði, upplýsingatækni, stærðfræði og félagsfræði.

Comments are closed.

Scroll To Top