Teachers TV

image_pdfimage_print

Menntamálaráðuneyti Bretlands setti á stofn vefinn Teachers TV í febrúar 2005. Meginmarkmið vefsins var að efla nám og kennslu og ýta undir starfsþróun kennara. Teachers TV vefurinn hélt úti fjarkennslusjónvarpsrás og miðlaði myndskeiðum til skólasamfélagsins sem hægt var að horfa á eða hlaða niður endurgjaldslaust. Þegar ráðuneytið hætti að styrkja verkefnið tóku nokkur fyrirtæki að sér að miðla efninu sem samanstendur af yfir 3500 15 mín. myndskeiðum og stuðningsefni.

Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtækin sem fengu birtingarréttinn.

SchoolsWorld-logoWEB_ SchoolsWorld er alveg nýr margmiðlunarvettvangur sem miðlar fræðsluefni til þeirra sem starfa í skóla eða hafa áhuga á að taka þátt í skólastarfi. Á þessum vef er að finna allt myndefni frá Teachers TV. Einnig er mikið af þeirra eigin efni, bæði myndskeið og efni til útprentunar.
playback_schools_logo_ Playback Schools er ný þjónusta frá „National STEM Centre“ sem veitir aðgang að öllum myndskeiðunum sem voru framleidd af Teachers TV. Þetta vinsæla efni veitir þér tækifæri til að „fara inn í“ raunverulega bekkjarkennslu og deila góðum aðferðum og hugmyndum.
tm_logo_large_ Teachers Media sér viðskiptavinum sínum fyrir veflægu efni sem stuðlar að starfsþróun í fræðslugeiranum. Á vefnum er að finna allt myndefni frá Teachers TV ásamt miklu af þeirra eigin efni. Fyrirtækið var útnefnt til Bettverðlaunanna 2013.
promethean-planet-logo_ Promethean Planet er stolt af því að miðla efni Teachers TV til allra kennara. Allt efni Teachers TV er varið af Crown Copyright.
tesconnect_footer_logo_ Tes Connect er ört vaxandi netlægt starfssamfélag sem stuðlar að starfsþróun þeirra sem starfa í menntageiranum. Hlekkurinn hér að ofan leiðir þig á síðu þar sem er að finna allt efni frá Teachers TV.
pro_teachers_video Á vef ProTeachersVideo færð þú aðgang að öllu myndbandasafni Teachers TV. Myndskeiðin spanna allt frá námskrártengdum greinum til skólaþróunar. Þetta er einstakt safn af efni sem hægt er að nýta til starfsþróunar fyrir kennara.
teachfind_logo_ Teachfind er leitarvél sem sérhæfir sig í fræðsluefni. Þetta er mjög góð hugmynd sem virkar vel. Þarna er m.a. hægt að finna allt myndefni frá Teachers TV.
 creative-ed-logo Á vef Creative Education getur þú horft á myndskeiðin úr safni Teachers TV. Nýttu þér leitarreitinn til þess að finna myndskeið sem hentar þér, þú getur leitað eftir faggrein, starfsheiti eða efnisflokki.

 

 

Comments are closed.

Scroll To Top