Samtök áhugafólks um skólaþróun standa fyrir ráðstefnu í Norðlingaskóla þann 14. ágúst n.k., þemað er „Tilbúin fyrir tæknina? Sóknarfæri og hindranir!“. Að vanda er í boði mjög metnaðarfull dagskrá með fyrirlestrum, málstofum, verkstæðum, sýningum og kynningum.
Eftirfarandi erindi verða fyrripart dags:
- „Nátttröll í nýju ljósi?“ Um hættuna á stöðnun kennsluhátta og náms með notkun upplýsingatækni. Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla.
- Smíðavöllurinn – Stafræn miðlun, skapandi vinna og nám. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla.
- Að venda sinni kennslu í kross! Sagt frá speglaðri kennslu (e. flipped classroom) á Háskólabrú Keilis. Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú.
- Veröld ný og góð: Um hugmyndir, áætlanir og ótta við ný tæki. Hörður Svavarsson, skólastjóri við leikskólann Aðalþing.
Eftirfarandi málstofur verða seinnipart dags:
- „Paddan sem breytti lífi mínu“. Reynsla kennara af gerð kennslumynda með spjaldtölvu. Kristján Bjarni Halldórsson, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
- Rafræn skólastofa – virkjum nemendur til náms. Ágúst Tómasson og Ágústa Bárðardóttir, kennarar í Vogaskóla.
- Málstofa um innleiðingu tölvu- og upplýsingatækni. Eygló Sigurðardóttir, kennari í Sjálandsskóla.
- Af skjá í bók. Rannveig Lund, sérfræðingur í lestri og stafsetningu.
- Nemendur með sérþarfir og upplýsingatæknin. Þorbjörg Garðarsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
- Spegluð kennsla / Vendikennsla (e. flipped instruction, reversed teaching). Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar.
- Málstofa – Mentor kynnir nýtt viðmót fyrir nemendur. Vaka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor á Íslandi.
- Fartækni og skólaþróun. Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is), Skúlína Hlíf Kjartansdóttir (shk10@hi.is).
- Forritun – vinnustofa. Rakel Sölvadóttir, Skema.
- Innleiðing á spjaldtölvum í kennslu – Hvað þarf að hafa í huga? Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Skema.
- Tæknibrölt í Grundaskóla. Flosi Einarsson og Borghildur Jósúadóttir.
- GarageBand í kennslu. Ólafur Schram, tónmenntakennari í Sjálandsskóla.
- Bitsborda appið í kennslu. Hrafnhildur Sigurðardóttir, umsjónarkennari á miðstigi í Sjálandsskóla.
- Educreation appið í kennslu. Ingunn Þóra Hallsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stig í Sjálandsskóla.
- Námskeið um ratleiki fyrir síma. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri Locatify.
You must log in to post a comment.