Locatify – Frír aðgangur til 22. sept.

image_pdfimage_print

Ákveðið hefur verið að halda kerfi Locatify opnu til 22. september til þess að sem flestir kennarar geti prófað það og búið til ratleiki fyrir snjallsíma. Locatify var með vinnustofu á ráðstefnu í Norðlingaskóla í síðustu viku sem ýmsir áhugasamir kennarar sóttu og var einnig með kynningu á skólaþingi Eplis í Salaskóla í þessari viku. Margir eru að prófa sig áfram og höfum við fengið góð viðbrögð. Aðgangur að kerfinu hefur verið seldur til Noregs og Svíþjóðar þar sem ratleikjahefð er sterk.

Samantekt

  • Fyrir iPhone, iPad með GPS og Android snjallsíma
  • Leikurinn byggir á GPS staðsetningarhnitum, kortum, myndum, spurningum, smáleikjum og þrautum
  • Ýmis konar þema getur verið í leikjunum t.d. jarðfræði, saga, landafræði, arkitektúr, danska, listir
  • Eitt eða fleiri teymi keppa sín á milli við að finna fjársjóði
  • Upplýsingar leiks eru sendar á vefsíðu leiksins þar sem jafnframt er hægt er að sjá hvar keppendur eru staddir
  • Hægt er að nota búnað í eigu skólanna eða nota Hnetu frá Nova (netpung) og snjallsíma nemenda.

Með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan getur þú sótt TurfHunt smáforritið annað hvort í AppStore eða GooglePlay.

Google_Play App_Store

Scroll To Top