Upplýsingatækni í námi og starfi – vefur

image_pdfimage_print

Sigurður Fjalar Jónsson heldur úti vefnum Upplýsingatækni í námi og starfi. Á vefnum birtir hann greinar þar sem umfjöllunarefnið er UT í námi og starfi. Vefurinn er hafsjór af upplýsingum og hugmyndum um notkun UT í námi og kennslu.

Á forsíðunni birtast nýjustu greinarnarnar, neðst á síðunni er krækja í eldri greinar. Í efnisyfirlitinu birtast 20 nýjustu bloggfærslurnar einnig er þar listi yfir aðgengilegar síður. Síðan Gagn og gaman vakti sérstaklega áhuga minn en á henni er að finna samsafn af umfjöllun um áhugaverð netverkfæri. Á síðunni myndasöfn er að finna lista yfir ljósmyndir og teikningar sem leyfilegt er að nota án endurgjalds eða fyrir mjög viðráðanlegt verð.

Á námskeiðssíðunni er að finna mörg áhugaverð námskeið sem eru sniðin að þörfum skóla, símenntunarmiðstöðvar eða kennarahópa. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista og fá sent rafrænt mánaðarlegt fréttabréf.

Comments are closed.

Scroll To Top