Menntabúðir 2 – fréttir

image_pdfimage_print

Aðrar menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Nýsköpun í nóvember. Einstaklega ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur. Einnig var ánægjulegt að sjá hversu mörg ný andlit bættust í hópinn frá fyrstu menntabúðum.

Svæðinu var skipt upp í 9 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: Kynning á valnámskeiðinu „Skapandi verkfræði og forritun„; Kynnng á Google umhverfinu og hvernig það er notað í kennslu; Kennsla á iPad smáforritin Stop Motion; Puppet Pals og Book Creator; Gerð stemningsmynda (moodboard, visionboard) með Pinterest og Polyvore; Rafræn dreifibréf (smore), fréttabréf og póstlistar (MailChimp), vefsmíðar með scrollkit; Smáforrit í stærðfræðikennslu; VendikennslaExplain Everything og Final Argument; Myndrænir örmiðlar Vine (tengt Twitter) og Instragram; Kynning á Edmodo kerfinu; Smáforrit í sérkennslu, Puppet Pals, Story Creator og Bitsboard; Kynning á Socrative og umræður um rafræna prófmiðla; Smáforrit frá Gebo Kano, Segulljóð fyrir iPad og iPhone, Krakkaseglar fyrir iPad, Kveikjarinn ritunaræfingaforrit bæði fyrir spjaldtölvur og borðtölvur, Formþrautaleikurinn IKUE sem tengist rúmskynjun og rúmfræði; MOOC – hvað er það, möguleg þróun UT-MOOC’s á Íslandi; Moodle; Gagnaukinn veruleiki með spjaldtölvum og snjallsímum. Smáforrit á borð við:  Aurasma, Wikitude, LandscapAR.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin stjórnaði Svava Pétursdóttir umræðum þar sem þátttakendur tjáðu sig um viðburði dagsins. Fram komu tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvemberSkráning er þegar hafin.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 7. nóvember.

Scroll To Top