Menntabúðir 3 – fréttir

image_pdfimage_print

Þriðju menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Fleiri nýjungar í nóvember„. Aðstandendur menntabúða vilja koma á framfæri þakklæti til þátttakenda fyrir að taka þátt í þessari tilraun og aðstoða við þróun verkefnisins.

Svæðinu var skipt upp í 5 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi viðfangsefnum: Kynning á námsleikjavefnum paxel123.com, kynning á prufuútgáfu námsleik fyrir iPad sem verið er að leggja lokahönd á fyrir iPad, kynning á hvernig smáforritin Book Creator og Story Creator eru nýtt í lestrarkennslu, kynning á grunnatriðum í Geogebra, kynning á skjalavinnslu á vefnum, flettibækur o.fl., fliphtml5crocodocscribd. Sjá nánar: pdf skjöl á vefnum og lesa skjöl á vefnum. Kynning á TouchCast, Edmodo, PaperCamera, ComicLife, Google Drive, Google Maps. Kynning á kennsluáætlun um netöryggi fyrir grunnskóla. Leikur að læra um verkfæri og notkun þeirra í námi og störfum – Samskipti, samfélagsmiðlar og margs konar tæknibúnaður. Nýting GoogleDocs o.fl. Uppbygging verkfærabanka? Leikur sem var verið að prófa í námskeiði við Háskóla Íslands. 277 færslur söfnuðust í GoogleDocs. Teymisvinna í anda Lífshlaupsins.

Miklar og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin fóru fram umræður þar sem m.a. kom fram mikil ánægja með búðirnar og greinilegur vilji til að halda verkefninu áfram. Einnig kom fram að einn grunnskóli er farinn að nýta sér „Menntabúðaaðferðina“ á meðal kennara til þess að miðla upplýsingatæknina sín á milli.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 21. nóvember.

Comments are closed.

Scroll To Top