Líkt og síðustu ár er nú á aðventunni birt jóladagatal á Tungumálatorginu.
Í ár ferðumst við á milli höfuðborga 25 landa og fræðumst um tungumál sem töluð eru á fjölbreyttum menningarsvæðum um heim allan.
Það er alveg kjörið verkefni að skoða dagatalið með nemendum og tengja við skólastarfið á einn eða annan hátt.