#menntaspjall á twitter

image_pdfimage_print

Góður hópur skólafólks mætti kl. 11 í morgun á twitter til að taka þátt í fyrsta Menntaspjalli vetrarins.

Menntaspjall er klukkutíma langar umræður um menntamál sem fara fram á samskiptamiðlinum twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall. Spjallið er skipulagt af Ingva Hrannari Ómarssyni og Tryggva Thayer.

Ingvi Hrannar hefur tekið saman myndskeið með útskýringum um hvernig menntaspjall fer fram, einnig hefur hann tekið saman spjallið sem fram fór í morgun og birt á heimasíðu sinni. Svava Pétursdóttir er ein þeirra sem tók þátt í morgun og hér getur þú lesið lýsingu hennar.

Þetta er skemmtileg nýjung og góð viðbót við umræðuna um menntamál. Næsta #menntaspjall verður sunnudaginn 12. janúar 2014 kl. 11-12.

Scroll To Top