Námskeið – notkun UT í skólastofunni

image_pdfimage_print

Í samstarfi við 3f býður Endurmenntun HÍ upp á röð sjálfstæðra námskeiða þar sem lögð verður áhersla á að þátttakendur kynnist fjölbreyttu efni varðandi nýtingu upplýsingatækni í kennslu. Verkefnin á námskeiðunum verða af ýmsum toga, s.s. upptökur í Camtasiu, námsefnisgerð m.t.t. rafbókargerðar og á vef, vefsíðugerð og vefdagbækur (blogg) til að halda utan um afurðir sínar, samfélagsmiðla og skipulagskerfi, opinn hugbúnað af ýmsu tagi, notagildi hans o.fl.

Á hverju námskeiði er markmiðið að:

  • efla þátttakendur í notkun upplýsingatækni í kennslu.
  • fjalla um nýja strauma og tækninýjungar í kennslu.
  • fjalla um áhrifaríkar kennsluaðferðir með upplýsingatækni að leiðarljósi.
  • þátttakendur geti útfært í starfi ýmsar hugmyndir og aðferðir sem fjallað verður um.

Efni og fyrirlestrar verða valdir af umsjónarmanni námskeiðsins og lögð rík áhersla á hagnýt viðfangsefni.

Námskeiðin verða eftirfarandi:
Námskeið 1: Upptökur í Camtasiu – 21. febrúar
Námskeið 2: Opinn eða ókeypis hugbúnaður – 7. mars
Námskeið 3: Vefsmíðar og vefmiðlun – 31. mars
Námskeið 4: Textavinnsla, töflureiknir o.fl. – í lok september
Námskeið 5: Námsefnisgerð m.t.t. rafbókargerðar og á vef – í október

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað grunnskólakennurum, byrjendum og lengra komnum, í notkun upplýsingatækni (UT) í skólastofunni.

Kennarar:
Sigurður Fjalar Jónsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
Sólveig Friðriksdóttir, kennari við Verzlunarskóla Íslands.

2 comments

  1. Margrét Guðbrandsdóttir

    Hvað kostar á þessi námskeið?

    • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir

      Sæl Margrét,
      einstakt námskeið kostar 28.700 en ef sami aðili sækir þrjú eða fleiri ofangreindra námskeiða um notkun upplýsingatækni í skólastofunni er veittur 20% afsláttur af þriðja námskeiði, 40% afsláttur af því fjórða og ef öll námskeiðin eru sótt er það fimmta þátttakanda að kostnaðarlausu.

Scroll To Top