Vefveggspjöld – Padlet

image_pdfimage_print

Á UT-menntabúðum I kynnti Svava Pétursdóttir, Nýdoktor við Háskóla Íslands, Padlet vefverkfærið.

Vefveggspjöld er hægt að gera í stað hefðbundinna klippa og líma veggspjöld þar sem nemandi kynnir sér eitthvað viðfangsefni og setur fram á veggspjaldi. Þannig mætti nota vefveggspjöld til að safna saman og setja fram hvaða upplýsingar sem er.

Padlet er ókeypis vefverkfæri,  með því er hægt að skrifa texta, setja inn myndir og myndskeið á „vegg“ (veggspjald) sem er opið á vefsvæði vefsvæði Padlet. Allt þetta er mögulegt að gera án innskráningar.

Svava gerði eitt veggspjald á meðan menntabúðirnar stóðu yfir, smelltu hér til að skoða það.

Nánari umfjöllun um verkfærið er að finna á bloggsíðu Svövu.

Scroll To Top