RelanPro Tungumálakerfi

image_pdfimage_print

Á UT-menntabúðum I kynnti Björn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Ferli ehf., Relanpro tungumálakerfið.

RelanPro kerfið er sérstaklega hannað fyrir tungumálakennslu. Með RelanPro er hægt að fara í vefsíðu, stofna bekki, nemendur og verkefni. Hægt t.d. að stofna möppu fyrir dönskuverkefni og senda þau inn í kerfið. Kennari getur svo stofnað þær möppur sem hann þarf og sendir inn hljóðskrár í þær.
Nemendur nálgast svo efnið m.þ.a. nota snjallsíma eða spjaldtölvur og fá upp þau verkefni sem kennarinn úthlutar, en kennari getur úthlutað á allan bekkinn eða á ákveðna nemendur. Nemendur geta hlustað á verkefnin og svarað inn í hljóðskrárnar. Þegar nemandi er ánægður með sín svör, getur hann sent inn og skilað verkefninu, kennarinn sér þá á vefsíðunni hverjir hafa lært heima.

Með notkun Relanpro vefkerfisins opnast möguleiki fyrir nemendur að læra í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur þegar þeim hentar heima við. Nemendur geta hlustað aftur og aftur og með verkefnunum er hægt að láta nemendur svara inn í hljóðskrár og senda inn til kennara. Með þessu kerfi fáum við nemendur til að tala !

RelanPro fyrir töluvstofur skóla:
Frá RelanPro kemur líka tungumálakerfi fyrir tölvustofur og er þá sett upp forrit á allar vélar í tölvustofunni. Kennari getur þá stýrt öllum vélum, slökkt á skjám, læst lyklaborði og mús eða leyft öllum að fara í ákveðna slóð í heimasíðu og nemendur komast ekkert annað á meðan.
Einnig getur kennari ræst upp t.d. Excel eða önnur forrit á öllum vélum og nemendur komast ekki í önnur forrit á meðan.

Allar nánari upplýsingar hjá Ferli ehf. í síma 544-5888 eða á www.ferli.is.

Scroll To Top