UT messan 2014

image_pdfimage_print

Föstudaginn 7. og laugardaginn 8. febrúar verður UT messan haldin í 4. sinn í Hörpu. Skýrslutæknifélagið stendur að messunni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök Iðnaðarins.

Föstudagurinn er skipulagður fyrir ráðstefnu og sýningu fyrir tölvufólk og  er dagskráin glæsileg að vanda og skiptist í 10 þemalínur. Þ.e. Stjórnunarmessa, Forritunarmessa, Rekstrarmessa, Fjarskiptamessa, Menntamessa, Framtíðarmessa, Verkefnastjórnunarmessa, Gagnamessa, Öryggismessa og Opinbermessa.

Í Menntamessunni verður einn fyrirlesturinn helgaður UT-torgi, fjallað verður um uppbyggingu, hugmyndafræðina, stofnun, starfsemi og framtíðarsýn.

Laugardagurinn er helgaður sýningu og fræðslu fyrir alla og er frítt inn bæði á sýninguna og í bílastæðahúsið. Dagskráin er skipulögð frá kl. 10-17, er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Má þar m.a. nefna SprengjuGengið, Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema, Forritunarkeppni framhaldsskólanna kynnt, Mindstorm LEGO þrautabraut, Forritað með aðstoð barna, Gagnvirkar bækur, Tónstigi, Raspberry Pi smátölvur, Orðaveggur, Gamlar tölvur og margt fleira.

Fyrirtækið Tjarnargatan gerði nokkur mjög skemmtileg myndskeið og hér fyrir neðan er myndskeið sem fjallar um framtíðarsýn þeirra á þróun internetsins.

 

Comments are closed.

Scroll To Top