Vordagskrá Skema

image_pdfimage_print

Skema býður upp á spennandi vordagskrá sem hefst í næstu viku. Í boði eru byrjenda- og framhaldsnámskeið í tölvuleikjaforritun fyrir krakka á aldrinum 7-16 ára.

Markmið námskeiðanna er að nemendur læri undirstöðuatriði í tölvuleikjaforritun með ómeðvituðum lærdómi í gegnum leik.

Notast verður við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja auk þess sem þríðvíða forritunarumhverfið Alice verður notað við gerð leikjanna.

Kennt er víða á höfuðborgarsvæðinu og hægt er að nýta frístundastyrki sveitarfélaganna til að niðurgreiða námskeiðin.

StundaskraSkemaVor2014_03-01

Comments are closed.

Scroll To Top