Menntabúðir I 2014 – fréttir

image_pdfimage_print

Fyrstu menntabúðir vormisseris 2014 voru haldnar fimmtudaginn 6. febrúar. Slagorð dagsins var „Múkk og múður“ (MOOC og Moodle). Ánægjulegt var að sjá svona mörg ný andlit. Vert er að benda á tvo góða vefi með Moodle leiðbeiningum: Vefur Menntasmiðju HÍ – upplýsingar um Moodle og Vefur Menntasmiðju HÍ – Gæðarammi.

Svæðinu var skipt upp í 6 stöðvar og umfjöllunarefni þeirra var eftirfarandi: MOOC námskeiðið „History and Future of (Mostly) Higher Education“, MOOC námskeið Scratch, Kynning á netnámskeiði ST3, Kynning á notkun Moodle í náttúrufræðikennsluKynning á notkun Moodle í HólabrekkuskólaEduCanon (Spurningar í Myndskeið. Hentar vel í vendikennslu), Kynning á eTwinningKynning á Geogebra.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin fóru fram umræður þar sem þátttakendur tjáðu sig um viðburði dagsins. Fram komu tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar þriðjudaginn 25. febrúarSkráning er þegar hafin.

Samstarfsaðilar að menntabúðunum eru:
UT-torg og Menntamiðja,
Aðrir á Menntavísindasviði: Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Menntasmiðja

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðum 6. febrúar.

Comments are closed.

Scroll To Top