Netöryggi – verkefni

image_pdfimage_print

Í þriðju menntabúðunum kynnti ég aðferðir mínar til að kenna nemendum um netöryggi. Ég kenni UT í 6. – 10. bekk en legg áherslu á þetta námsefni í 6., 7. og 8. bekk. Allt efnið sem ég nota hef ég fengið á heimasíðu SAFT og á ráðstefnum á vegum þeirra. Þetta fyrirkomulag hefur virkar mjög vel í minni kennslu. Ég legg mikla áherslu á umræður, samvinnu og að við erum að læra hvert af öðru.

Ég sóttist eftir leyfi frá SAFT til að birta efnið sem veitt var góðfúslega.

Þessi verkefni eru hugsuð fyrir nemendur í 6.-8. bekk í 8 kennslustundum.

  • Fyrsta og önnur kennslustund fara í umræður. Ég byrja á að ræða við nemendur um mína tölvukunnáttu og tölvunotkun. Því næst segja þau frá sinni tölvukunnáttu og tölvunotkun.
  • Í þriðju og fjórðu kennslustund eru sýnd myndskeiðin Er Lalli heima?„, SAFT auglýsingin: Gættu að hvað þú gerir á netinu! Það sjá það allir“ og „Think you know?, 8. bekk sýni ég einnig WebCam, við ræðum um myndskeiðin og þau vinna SAFT Hópverkefni (unnið í Word, skrifa svörin, setja inn haus og fót, myndir sem tengjast viðfangsefninu, velja leturgerð, lit og bakgrunn).
  • Fimmta og sjötta kennslustund, nemendur vinna SAFT Einstaklingsverkefni og í sameiningu skoðum við heimasíður SAFT og Barnaheilla. Áhersla er lögð á hnappinn „Tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu“.
  • Í sjöundu og áttundu kennslustund, vinna nemendur sínar eigin netreglur (unnið í Publisher, a.m.k. 5 reglur). Stuðst er við efni af heimasíðum SAFT og Barnaheilla.

Sýnishorn af netreglum.

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir.

Scroll To Top