Tíst í Grundó

image_pdfimage_print

Grunnskóli Grundarfjarðar hefur unnið að þróunarverkefni sem snýst um að iPad í kennslu, frá  vormisseri 2012. Í byrjun voru iPadarnir í boði fyrir alla nemendur skólans þar sem kennarar nýttu þessa nýju tækni sem viðbót við kennsluaðferðir sínar. Í haust var farin sú leið að bjóða nemendum 9. og 10. bekkja að fá iPad sem kennslutæki 1:1. Kannanir og viðtöl við nemendur hafa verið í stöðugri þróun, til að athuga hvernig tækið er að nýtast þeim, hvort tækið stuðli að bætum námsárangri að þeirra mati, hvort tækið auki námsáhuga og svo framvegis.

Ýmsar matsaðferðir hafa verið nýttar, s.s. viðtöl og bekkjarfundir. Þessar leiðir voru ekki að nýtast nægilega vel og var því ákveðið að fara aðra leið, að fyrirmynd #menntaspjall á Twitter og tísta um skoðanir nemenda á nýtingu iPad í skólanum. Stofnaður var hópurinn #ipadgrundo, þar sem spurningar voru lagðar fram á sama hátt og nýtt er í menntaspjallinu á Twitter:

Fyrstu urðu nemendur að kynna sig til leiks og svo voru spurningar lagðar fram hver af annarri:
Q1: Hvaða forrit ertu að nýta þér í iPadinum, símanum og tölvunni?
Q2: Hverju hefur iPadinn breytt hjá þér í sambandi við námið?
Q3: Hverjir eru helstu kostirnir og gallarnir við að hafa iPadinn?
Q4: Finnst þér við nota iPadinn mikið/lítið í verkefnavinnu? Hvernig getum við nýtt hann betur/meira í náminu?

Mat kennara á þessu fyrsta tísti var að líklega hefði ekki komið eins mikið fram af hugmyndum, viðhorfum og mati nemenda á nýtingu iPadanna hjá þeim ef matið hefði verið framkvæmt á annan hátt. Þetta virðist vera góð leið til að ná til nemenda, og sjaldan hefur verið eins góður friður í kennslustund eins og í þessari!

 Þorbjörg Guðmundsdóttir, kennari.

Scroll To Top