Aprílfréttabréf eTwinning

image_pdfimage_print

Raffréttabréf landskrifstofu eTwinning á Íslandi fyrir apríl 2014 er komið á netið. Þar má finna fróðlegar greinar um áhugaverð eTwinning verkefni, eTwinning námskeið sem eru framundan og fréttir sem tengjast eTwinning áætluninni. Meðal efnis sem birtist í nýjasta hefti fréttabréfsins er umfjöllun um verkefni sem Leikskólinn Holt hefur tekið þátt í, vinnustofur sem haldnar verða á næstunni og kynningar á nýjum eTwinning fulltrúum sem áhugasamir geta leitað til eftir frekari upplýsingum um áætlunina.

eTwinning er áætlun á vegum Evrópusambandsins sem ætlað er að styðja við notkun skólafólks á upplýsingatækni í námi og kennslu. Ítarlegri upplýsingar um eTwinning áætlunina er að finna á vef landskrifstofunnar.

Comments are closed.

Scroll To Top