Menntabúðir II 2014 – fréttir

image_pdfimage_print

Þriðjudaginn 25. febrúar voru haldnar menntabúðir í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, yfirskriftin var „Múkk, múður og miklu meira. Góð þátttaka var og framlögin af fjölbreyttum toga.

Svæðinu var skipt upp í 4 stöðvar og umfjöllunarefni þeirra voru eftirfarandi: Thinglink og smáforrit í sérkennslu, Spiderscribe (hugarkortsforrit) og Typingweb (vélritunarkennsla), reynsla af xMOOC námskeiðum hjá Coursera, upplýsingatækni í heimspekikennslu og samfélagsgreinum, Moodle – netnam.reykjavik.is, hugstormun/skipulag atburða á vegum íslensku opnu menntaefnishreyfingarinnar (#IceOER), kynning á MOOC Linda o.fl., Doceri.

Hér fyrir neðan er samantekt á umræðum sem fram fóru í tveimur menntabúðum um MOOC og Moodle.

Hvað er hægt að gera til að auðvelda kennurum að nota Moodle?
Það er möguleiki á að stilla kerfið þannig að kennarar þurfa einungis að fylla inn í staðlað sniðmát. Einnig eru nokkrir kennarar tilbúnir að deila með öðrum námskeiðum sem þeir hafa þegar sett upp í Moodle-kerfinu. Hugmynd er að hafa einn miðlægan Moodle-server fyrir Ísland. Við erum svo fá að það svarar ekki kostnaði að hver skóli sé með sitt eigið Moodle-kerfi. Reykjavíkurborg býður upp á hýsingarþjónustu fyrir grunnskóla.“
„Fyrir ári síðan vissi ég ekki hvað Moodle var, núna er ég með alla kennsluna mína þarna inni. Þetta er einfalt í notkun en svolítið tímafrekt.“
„Það þarf að þjálfa nemendur í þessum vinnubrögðum. Með Moodle er búið að taka af þeim afsakanir eins og: ég vissi ekki, búin að týna þessu.“

eTwinning
„Reynsla af því styrkir umsókn um styrki frá Evrópusambandinu og NordPlus.“
„Þriðjungur grunnskóla landsins eru skráðir, nánast allir framhaldsskólar en aðeins 15% leikskóla.“
„eTwinning verkefni víkka sjóndeildarhringinn, leiðir út í önnur vekrefni t.d. Comenius. Náttúrufræðikennsla; kennslan er markvissari þegar þarf að standa skil. Þekkingarflutningur, gera nýja hluti t.d. Geogebra. Starfsþróun, kynnast nýju fólki.“
„Hægt að fara í einfalt verkefni í Evrópusamstarf, ferðast á marga staði og efla tengslanetið.“

Mooc
„Opið netnámskeið. Trufltækni, mat á námi, öðruvísi mat jafnvel jafningjamat. Icelandic online. Connectivista Mooc.“

Samstarfsaðilar að menntabúðunum eru: UT-torg og Menntamiðja, Aðrir á Menntavísindasviði: Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Menntasmiðja.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðum 25. febrúar.

Scroll To Top