#menntaspjall Samfélagsmiðlar í námi og kennslu

image_pdfimage_print

Í morgun fór fram á twitter 8. #menntaspjall vetrarins og umfjöllunarefnið var „Samfélagsmiðlar í námi og kennslu“. Fjölmargir „mættu“ og tóku virkan þátt í umræðunni. Gestastjórnandi að þessu sinni var Svava Pétursdóttir, nýdoktor á Menntavísindasviði HÍ og verkefnisstjóri Náttúrutorgs.

Menntaspjall fer þannig fram að stjórnandi varpar fram 4-6 spurningum og þátttakendur svara. Það er mjög gaman og fróðlegt að taka þátt í #menntaspjalli og ég hvet þig til þess að „mæta“ og taka þátt í næsta spjalli.

Ingvi Hrannar Ómarsson hefur tekið saman það helsta sem fram fór í morgun á heimasíðu sinni.

Scroll To Top