Menntabúðir – haustmisseri 2014

image_pdfimage_print

Haustmisserið 2014 verða haldnar 5 menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Alltaf á sama tíma kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Skráning er nauðsynleg, þú skráir þig með því að smella á dagsetningarnar hér fyrir neðan.

18. september:    Fartækni/snjalltækni
16. október:         eTwinning
30. október:         Sköpun
13. nóvember:     Vendikennsla
27. nóvember:    Opið hús/brot af því besta

Nútíma starfsþróun
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Jafnframt fá þátttakendur tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni. Menntabúðir stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Þátttakendur geta fengið staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,…) með sér og hægt verður að tengjast neti. 

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
3f – félag um upplýsingatækni og menntun
Menntasmiðja

Auglýsingaplakat á PDF formi.

Myndirnar hérna fyrir neðan eru samansafn af menntabúðum skólaárið 2013-2014.

Comments are closed.

Scroll To Top