Síðastliðinn fimmtudag voru haldnar menntabúðir með aðeins öðruvísi fyrirkomulagi en venjulega. Búðirnar voru haldnar í samstarfi við Landskrifstofu Rannís og þemað var eTwinning. Kennarar í samstarfsverkefnum ásamt fulltrúum eTwinning kynntu ýmis verkefni og margar spennandi nýjungar í eTwinning. Eftir menntabúðirnar var móttaka í Fjöru þar sem Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður mennta- og menningarsviðs Rannís og Landskrifstofu Erasmus+, menntaáætlunar ESB, afhenti gæðaviðurkenningar fyrir verkefni síðasta skólaárs.
Þeir sem fengu viðurkenningar að þessu sinni voru:
Elín Stefánsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnin Christmas movie og A movie – I’m different, and I’m proud of it.
Zofia Marciniak, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnið Art Connects Us.
Kolbrún Svala Hjaltadóttir og samstarfskennarar, Flataskóla, fyrir verkefnin The tree full of spring birds; More than frozen water og Schoolovision 2014.
Ragna Gunnarsdóttir, Flataskóla, fyrir verkefnið The European Chain Reaction 2014 og Primary students experiment, observe, investigate and create.
Rósa Harðardóttir og Laufey Einarsdóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið Blue Planet.
Rósa Harðardóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið Postcards from Europe.
Anna Magnea Harðardóttir, Hofsstaðaskóla, fyrir verkefnið Europe-so many faces.
Anna Sofia Wahlström, Leikskólanum Holti, fyrir verkefnið From picture to adventure.
Ásta Erlingsdóttir og
Ásta Ólafsdóttir, Réttarholtsskóla, fyrir verkefnin Maths is everywhere 2013 og Tilings in Europe.
Í lokin var dregið var á milli skólanna og fengu Hofsstaðaskóli og Flataskóli gjafabréf í Tölvulistanum að andvirði 175 þúsund kr. hvor.
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 16. október 2014