Fyrsta #menntaspjall 2015

image_pdfimage_print

Fyrsta #menntaspjall ársins 2015 fór fram á www.twitter.com í morgun. Umfjöllunarefnið var Menntabúðir, miklar og góðar umræður sköpuðust. Ánægjulegt að sjá hversu margir skólar hafa tileinkað sér menntabúðaformið til símenntunar einnig kom fram að nokkrir skólar eru í startholunum.

Mín upplifun á menntabúðum er einungis jákvæð, ég hef lært á fullt af verkfærum, kennsluaðferðum, fengið innsýn inn í hvað aðrir kennarar eru að gera með sínum nemendum og tengslanet mitt hefur eflst til muna. Ég hvet alla til að kynna sér menntabúðir. UT-torg og Menntamiðja munu halda áfram með menntabúðir á vormisseri og verða þær auglýstar mjög fljótlega.

Hér má sjá samantekt á #menntaspjalli um menntabúðir.

Scroll To Top