Menntabúðir 3. febrúar – fréttir

image_pdfimage_print

Þriðjudaginn 3. febrúar voru fyrstu UT Menntabúðir vormisseris haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þemað að þessu sinni var BETT sýningin og um 50 manns mættu til að fræðast og spjalla saman. Mjög fróðlegt var að heyra frá þeim sem fóru á sýninguna sem var greinilega mjög áhugahvetjandi.

Að vanda var svæðinu skipt í nokkrar stöðvar, þátttakendur röltu á milli og ræddu um það markverðasta á sýningunni. Í lokin fóru fram mjög áhugaverðar hringumræður þar var m.a. rædd sú staðreynd að mikill skortur er á rafrænu kennsluefni. Einnig var rætt um þvívíddarprentun og hvar hún ætti heima í skólastarfinu, niðurstaðan var að mögulegt er að tengja hana við flestar námsgreinar og frábær leið til að samþætta þannig að námið verði heildstæðara.

Nýherji, Epli.is, 3f – félag um upplýsingatækni og menntun og Ölgerðin buðu gestum upp á glæsilegar veitingar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum.

Scroll To Top