Septemberfréttabréf eTwinning var að koma út. Eins og vanalega er það stútfullt af fræðandi og áhugaverðu efni. Landskrifstofan nýtir samfélagsmiðlana Facebook og Twitter, við hvetjum ykkur til að fylgjast með þeim þar. Umræðumerki þeirra er #eTwinningISL.
Í fréttabréfinu er fjallað um að hverju ber að huga að næsta skólaár, verkefnahugmyndir og íslensk kennslumyndskeið. Nýja útgáfan af eTwinning er mjög spennandi og kallast LIVE sem gerir kennurum kleift að streyma hljóði og mynd og halda fundi í rauntíma. Þá er fjallað um nýju vefgátt School Education, eTwinning þema í Samspili 2015 og vinnustofu á Sommaröy.
Smelltu hér til að lesa fréttabréfið.