Á vormisseri 2016 verða haldnar fernar Menntabúðir um UT í námi og kennslu. Fara þær fram í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, kl. 16:15-18:15. Sjá Smore auglýsinguna.
Menntabúðir (e. EduCamp) er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem við höfum aðlagað að okkar aðstæðum og haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum.
Umfjöllunarefnið er opið, þátttakendur geta komið með uppástungur en einng hefur veirð vinsælt að koma „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.
Smelltu á dagsetningarnar hér fyrir neðan til að skrá þig á menntabúðirnar.
3. mars – Skýjalausnir og tæknidót
17. mars – Ný smáforrit og UT-verkfæri – Leiðir til að nýta þau í kennslu Falla niður vegna óviðráðanlegra ástæðna.
20. apríl – Bland í poka, hæfniviðmið, námsmat, upptökur, samfélagsmiðlar, efnisveitur …
Myndskeiðið hér fyrir neðan er tekið upp á menntabúðum 10. mars 2015.