Menntabúðir Forritun – Fréttir

image_pdfimage_print

Fimmtudaginn 27. október voru haldnar Menntabúðir og umfjöllunarefnið var forritun og leikjafræði. Rúmlega 30 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt sem var samvinnuverkefni UT-torgs, Menntamiðju, Reykjavíkurborgar, RANNUM og Menntavísindasviðs HÍ.

Eftirfarandi kynnigar voru:

  • Gunnar Ingi Magnússon frá RÚV, kynnti Microbit tölvuna og nýja forritunarkennsluvef www.krakkaruv.is/kodinn.
  • Guðrún Randalín Lárusdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskólans og Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans, kynntu Forritunarkeppni grunnskólanna og fyrirhugaðar Forritunarbúðir fyrir kennara (nánar auglýst síðar).
  • Jórunn Pálsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson, kennarar og verkefnastjórar í Melaskóla, kynntu Lego Wedo.
  • Anna María Þorkelsdóttir, verkefnastjóri í Hólabrekkuskóla, kynnti forritunarkennslu í Hólabrekkuskóla en þar er hefst forritunarkennsla í 1. bekk.
  • Tryggvi Thayer, verkefnastjóri Menntamiðju, kynnti tónlistarforritun án kóðunar.
  • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ, kynnti ýmsar bjargir fyrir kennara um forritun. Sjá sameiginlega Padlet töflu. Taflan er opin og hugmyndin er að við söfnum í sameiningu góðum tenglum og sögum, fordæmum í forritunarkennslu.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum.

Comments are closed.

Scroll To Top