Tölvubraut – opið hús

image_pdfimage_print

Tölvubraut í Tækniskólanum verður með opið hús, í samstarfi við nemendafélagið ENIAC, í Vörðuskóla á Skólavörðuholti, fimmtudaginn 8. desember 2016 kl. 10:00-15:00.

Á staðnum verða kennarar og nemendur sem svara spurningum um nám á tölvubrautinni.

Margt forvitnilegt að skoða og prófa:

  • Verkefni nemenda t.d. vélmenni, tölvuleikir, vefsíður og ýmis forrit.
  • Örnámskeið í forritun.
  • Tölvuleikjaspilun.
  • Innanhúsforritunarkeppni (verðlaun).
  • Keppni í tölvusamsetningum (verðlaun).
  • Kapphlaup í netsnúrugerð (verðlaun).
  • Örfyrirlestrar; ljóð með bot, SQL injection, Git, Drupal, A.I. og fleiri.
  • Kynning á forritunarbúðum grunnskóla.
  • Kynning á forritunarkeppni grunn- og framhaldsskóla.
  • Námskynningar; Vefskólinn og Kvikmyndatækni.
  • Opnar kennslustofur.

Smelltu hér til að lesa auglýsinguna.

Comments are closed.

Scroll To Top