Íslenskt smáforrit valið til úrslita í hinum virtu BETT Awards

image_pdfimage_print

Smáforritið Word Creativity Kit frá íslenska fyrirtækinu Gebo Kano hefur verið valið til úrslita í BETT Awards, í flokknum „Smáforrit í menntun“. Úrslit verða tilkynnt á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni sem verður haldin í janúar.

BETT ráðstefnan (British Educational Training and Technology Show) er stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum en á henni er fjallað um upplýsingatækni í menntun. Í fyrra sóttu hana tæplega 35 þúsund gestir frá 138 löndum.

Sjö önnur smáforrit komust í úrslit, þar á meðal forrit frá risum í útgáfustarfsemi eins og Bloomsbury og Microsoft. Þetta hlýtur því að teljast frábær árangur.

Word Creativity Kit er sandkassi fyrir skapandi skrif og byrjendalæsi. Í forritinu fá nemendur tækifæri til að leika sér með orð sem þeir fá af handahófi og skapa setningar, ljóð eða heilu sögurnar. Eitt af því sem gerir forritið einstakt er mikill fjöldi orða sem það inniheldur eða yfir 4500 orð og að það að hægt er að breyta beygingarmyndum þeirra allra. Nemendur eða kennarar geta einnig unnið með eigin orð í staðin fyrir af handahófi. Hægt er að smella á orðin í verkefninu og láta talgervil lesa þau. Það gagnast bæði fyrir nemendur sem eru að æfa lestur og í tungumálakennslu.

Word Creativity Kit er í notkun í skólum út um allan heim og hefur fengið frábærar umsagnir og viðurkenningar hvar sem um það er fjallað. Á síðu danska ríkisútvarpsins var það m.a. valið á lista yfir 13 bestu smáfforit í menntun fyrir börn.

Íslenska útgáfan af Word Creativity Kit heitir Orðaflipp og er að mestu leiti eins.

Fyrirtækið Gebo Kano ehf. sérhæfir sig í gerð smáforrita fyrir börn og skólastarf. Það hefur gefið út fjölda slíkra smáforrita sem notuð eru í skólastarfi bæði hérlendis sem erlendis.

Gebo Kano voru með bás á BETT sýningunni í London í janúar þar sem þau kynntu forritin sín.

Hér má sjá lista yfir alla sem voru valdir til úrslita í öllum flokkum:
http://bettawards.com/finalists/

Hér er heimasíða Gebo Kano:
gebokano.com

Hér er Word Creativity Kit í App Store:
https://itunes.apple.com/app/word-creativity-kit-creative/id825981779?mt=8&ign-mpt=uo%3D8

Guðný Þorsteinsdóttir gudny@gebokano.com sími 659-0313.

Comments are closed.

Scroll To Top