Árið 2015 stýrði Dr. Enda Donlon mjög áhugaverðu verkefni sem hann kallaði Project 252. Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um nýtingu upplýsingatækniverkfæra í námi og kennslu (e. EdTech Tool). Þetta var svokallað Crowdsourcing (hópsöfnun) verkefni og var öllum fjrálst að deila efni á síðuna: http://project252.donenda.com/.
Þó að söfnuninni sé formlega lokið lifir vefurinn áfram. Á honum er að finna mjög góðar upplýsingar um tæplega 700 upplýsingatækniverkfærum sem henta vel í námi og kennslu. Listinn er samvinnuverk kennara sem hafa reynslu af verkfærunum og er hann flokkaður í stafrófsröð.