Menntabúðir 22.03.2017
Miðvikudaginn 22. mars kl. 16:15-18:15 verða haldnar menntabúðir í Hólabrekkuskóla, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík.
Þátttaka er ókeypis og fer skráning fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/UB9nTJP9UP3PXNzs1
Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).
Þema menntabúðanna er „BETT sýningin og hagnýt UT-verkfæri“. Við hvetjum bæði þá sem fóru á BETT og þá sem ekki komust til að mæta, deila og læra.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. #menntabudir #menntastefna
Sjá Smore auglýsingu viðburðarins: https://www.smore.com/5tduu
Dagskráin er að skýrast:
- Code & Go Robot Mouse Activity
- Google Chromebook tölvur
- Pi top vél og kennsluefni frá Kóder
- Breakout Edu leik
- Ýmislegt Maker UT-dót til að prófa
- OSMO kynning fyrir leikskóla
- OSMO kynning fyrir grunnskóla
- 3D prentari
Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Hólabrekkuskóli, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar