Spjaldtölvuverkefni grunnskóla Kópavogs

image_pdfimage_print

Á dögunum kom út ritið „Lykillinn, hugmyndafræðin að baki innleiðingunni á breyttum kennsluháttum í Kópavogi“ þar er innleiðingarferlinu lýst, sem hófst á sumarmánuðum 2015.

Í ritinu er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum eða eins og stendur í innganginum

„Þetta rit má hugsa sem miðju í köngurlóarvef, þ.e. einskonar kjarna í stærri vef upplýsinga um það verkefni sem er í gangi í Kópavogi og snýst um breytingar á kennsluháttum. Ætlunin er að lesandinn geti nýtt þær stiklur sem hér eru reifaðar til að átta sig á ýmsu sem snýr að jafn flóknu og viðamiklu verkefni og um ræðir.“

Höfundar eru stýrihópur verkefnisins þau Björn Gunnlaugsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Siguruður Haukur Gíslason.

Comments are closed.

Scroll To Top