Komdu að kenna

image_pdfimage_print

Að mínu mati er Snapchat skemmtilegur miðill. Ég nota hann í persónulegum tilgangi, hef ekki náð að nýta mér hann í starfi. Hins vegar eru mjög margir sem hafa tamið sér að nýta hann í leik og starfi, þar á meðal eru nokkrir kennarar.

Á sîðasta ári var stofnaður notandaaðgangurinn komduadkenna. Þar skiptast kennarar um land allt á að segja frá starfinu sínu. Hver kennari er með „Snappið“ í tvo daga og gefst áhorfendum tækifæri á að fylgjast með og spyrja spurninga.

Það hefur verið mjög fróðlegt, gagnlegt og gaman að fylgjast með snappinu þeirra síðastliðið ár. Ég mæli með því að bæta þeim við á Snapchat.

Comments are closed.

Scroll To Top