Fimmtudaginn 26. október verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð.
Skólastofan H-207 var nýverið endurskipulögð. Ný húsgögn og stórir snerti skjáir teknir í notkun.
Skráning: https://goo.gl/forms/wcqe7WQV5UnQvCij1
Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).
Þema menntabúðanna að þessu sinn er mjög opið: „Upplýsingatækni í skólastarfi“.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.
Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna
Dagskrá:
Við ætlum að breyta aðeins út af vananum og setja dagskránna upp í Padlet töflu. Þar sem þátttakendur munu stýra efnistökum.
Slóðin er: https://padlet.com/uppltorg/menntabdagskra
Við biðjum ykkur um að setja „miða“ á Padlet töfluna með því sem þú hefur áhuga á að kynnast í búðunum. Þetta getur verið eitthvað sem þú vilt læra, fá svar við spurningu, aðstoð við verkefni, almennt spjall um ákveðið málefni og hvað þú vilt kenna, kynna, ræða um.
Í stuttu máli getur þú sett miða inn um hvað þú vilt kynna þér og hvað þú vilt kynna fyrir öðrum.
Að búa til miða:
Smelltu á plúsinn í hægra horninu. Þegar þú hefur fyllt hann út smellir þú einhversstaðar annarsstaðar á töfluna og við það vistast aðgerðin.
Hlökkum til að sjá ykkur!!