Snjalltæki í leikskóla – Krógaból

image_pdfimage_print

 

Leikskólinn Krógaból var að opna vefsíðu um þróunarverkefnið Snjalltækni í leikskóla – að koma til móts við nýja kynslóð. Markmiðið var að bæði börn og kennarar lærðu að nýta sér tæknina til gagns.

Þróunarverkefnið var unnið skólaárin 2014-2018 og miðaði að því að efla málrækt og sköpun í leikskólanum. Áhersla var lögð á þróa nýjar leiðir til að læra og kenna.

Á vefsíðunni sem er bæði fyrir kennara og foreldra má lesa nánar um verkefnið, fræðast um þau smáforrit sem kennarar hafa verið að nota og skoða sýnishorn af því sem gert hefur verið með börnunum.

Innleiðing tækninnar í starfið hefur gefið góða raun og það hefur tekist vel að tengja þessa nýstárlegu námsleið sköpun og vinnu með málið.

Vefslóðin er: http://snjalltaekni.xoz.is

 

Comments are closed.

Scroll To Top