5 ára afmæli menntabúða UT-torgs

image_pdfimage_print

Jibbí – Jey. Við eigum afmæli í dag!!

Í dag 1. nóvember 2018 eru 5 ár síðan við héldum fyrstu UT menntabúðirnar á Menntavísindasviði HÍ, „Trix, Tækni og Tenglsanet“. Upphafshópur skipuleggjenda menntabúða UT-torgs eru Bjarndís Fjóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Við höfum haldið fjöldan allan af menntabúðum víða um land. Megin markmið menntabúða er að efla tengslanet þátttakenda. Ég hef sagt það áður og held því áfram að menntabúðir er skemmtilegasta og áhrifaríkasta starfsþróun sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár.

Menntabúðir tengjast vel hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem jafningjar koma saman, ræða málin, deila þekkingu, reynslu og hugmyndum. Þátttakendur menntabúða UT-torgs skipta hundruðum og erum við mjög þakklát fyrir góðar viðtökur, jákvæðni og þolinmæði í okkar garð.

Kærar þakkir þið öll.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

F.h. skipuleggjenda Menntabúða,
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir.

 

 

Comments are closed.

Scroll To Top