Tækniþróun og framtíð menntunar

nmc_HRK122013_0Síðan 2008 hefur New Media Consortium (NMC) gefið út fjölda skýrslna þar sem fjallað er um nýjustu tækniþróun og hvaða áhrif hún kann að hafa á menntastarf. Skýrslurnar ná yfir fjölmargar hliðar menntunar, allt frá grunnmenntun til háskólamenntunar, einstakar námsgreinar og nám sem á sér stað utan skóla. Markmið NMC er að hjálpa skólafólki og yfirvöldum að horfa til framtíðar í stefnumótun og ákvarðanatöku um þróun menntunar. Á þessu ári hafa þegar komið út nokkrar skýrslur. Tvær eru um áhrif tækniþróunar á grunn-, framhalds- og háskólamenntun, ein um háskólamenntun í Ástralíu og ein um háskólamenntun í Suður og Mið-Ameríku.

Allar skýrslur er hægt að sækja ókeypis á vef NMC: http://www.nmc.org/publications
Velkomin á Upplýsingatæknitorg!

Upplýsingatæknitorg er starfssamfélag þeirra sem hafa áhuga á og vilja nýta upplýsingatækni í skólastarfi. Torgið verður hluti af samfélagi torga sem heyra undir MenntaMiðju og verður formlega stofnað haustið 2013.

Uppbygging og mótun torgsins er hafin og á hugmyndafundi um stofnun UT-torgs kom m.a. fram að mikil þörf er fyrir stuðning við kennara sem vilja nýta UT í kennslu og stað sem heldur utan um og miðlar upplýsingum um UT.

Á hugmyndafundinum var starfssvið torgsins skilgreint í fimm meginþætti.

 1. Nýjungar í tækni og skólastarfi
 2. Hagnýtar upplýsingar um notkun UT í námi og kennslu
 3. Starfssamfélög í UT
 4. Umræða og stefnumótun
 5. Símenntun og starfsþróun

Í janúar 2014 bættist 6. þátturinn við, „Verkfærabanki“.

Verkefnið byggir á virkum tengslum vettvangs, fræðasamfélags, fagfélaga og áhugasamra einstaklinga víða um land.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í uppbyggingunni. Allar ábendingar, hugmyndir og skoðanir eru vel þegnar.

Smelltu hér til að hafa samband
Hvað gerir UT-torg?

GRATT_HVITT

UT-torg styður við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu, símenntun skólafólks og upplýsingamiðlun um tækni- og skólaþróun.

Starfssvið UT-torgs
Eftir hugmyndafund um stofnun UT-torgs var starfssvið torgsins skilgreint í eftirfarandi fimm meginþætti.

aug_realUpplýsingamiðlun um tækniþróun og nýjar aðferðir sem tengjast mennta- og skólamálum. UT-torg miðlar upplýsingum um nýja tækni og tækniþróun með tilliti til mögulegra áhrifa á menntun. Markmiðið með þessu þema er að hvetja skólafólk til að kynna sér og taka þátt í umræðu um hvernig tækni framtíðarinnar geti nýst í kennslu og skólastarfi. 

sjalfshjalpJafningjafræðsla, reynslusögur, spurt & svarað, o.s.frv. UT-torg er vettvangur til almennrar umræðu og upplýsingamiðlunar um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Skólafólk nýtir vettvanginn til að afla sér eða deila hagnýtum upplýsingum um notkun tækni í skólastarfi. 

starfssamfFagfélög, Facebook hópar, o.fl. Nú þegar eru mörg samfélög á netinu og víðar sem tengjast upplýsingatækni og menntun. Nefna má 3F, RANNUM, Facebook hópa, o.s.frv. UT-torg stuðlar að auknum tengslum milli þessara samfélaga og samræmingu með því að halda utan um, miðla efni og upplýsingum um margvíslega starfsemi.

MRN_LykilhaefniStuðla að jákvæðri umræðu um upplýsingatækni í mennta- og skólastarfi og hafa áhrif á stefnumótun. UT-torg er þátttakandi í stefnumótandi umræðu og verkefnum fyrir hönd skólafólks. Ennfremur stuðlar UT-torg að jákvæðri umræðu um upplýsingatækni í skólastarfi til að vekja athygli á kostum og möguleikum án þess að líta framhjá annmörkum og hættum. S.s. gera meira úr jákvæðum hliðum en neikvæðum.

simenntunVettvangur til að auka almenna þekkingu skólafólks á upplýsingatækni. UT-torg er starfssamfélag skólafólks og er helsta markmið þess að styðja við símenntun og starfsþróun. Þetta er gert með því að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal skólafólks, skipuleggja sérstök námskeið, standa fyrir viðburðum er tengjast tækni og skólastarfi, o.s.frv.

Fyrir hverja er UT-torg?
Á hugmyndafundi var markhópur torgsins skilgreindur á eftirfarandi hátt.

 • Starfandi kennarar
 • Skólastjórnendur
 • Kennaranemar
 • Foreldrar og nemendur
 • Fagfélög
 • Yfirvöld
 • UT iðnaður
 • Háskólasamfélag