Á þessa síðu verður safnað saman áhugaverðum bloggsíðum, bæði innlendum og erlendum, sem fjalla um upplýsingatækni í námi og kennslu.
Ábendingar um fleiri áhugaverða bloggara eru vel þegnar.
Jeff Dunn og Katie Lepi eru stofnendur og ritstýra vefnum. Markmiðið er að fjalla um bestu fáanlegu UT í heimi.
Med Kharbach heldur úti þessari bloggsíðu. Hann er MA Ed. nemandi við Mount Saint Vincent háskólann í Kanada. Lokaritgerð hans fjallar um „The Use of Emerging Technologies in Education“. Hann er mjög virkur bloggari og fjallar um nýjustu tækni í námi og kennslu.
Richard Byrne heldur úti þessari bloggsíðu. Markmiðið er að deila upplýsingum um ókeypis lausnir fyrir kennara til að nýta í kennslu. Þetta blogg hefur unnið til margra verðlauna.
Appland er upplýsinga- og fræðsluvefur um notkun á smáforritum í skólastarfi. Vefurinn skiptist í eftirfarandi flokka: Leikskóli, Grunnskóli, Framhaldsskóli, Háskóli, Sérkennsla, Kennarar, Ýmislegt.
Damien M. Quinn heldur úti þessum vef. Markmiðið er að deila hagnýtu efni fyrir grunnskólakennara.
Richard Byrne heldur úti þessari bloggsíðu. Hann segir að með upplýsingatækni geti kennarar lyft lærdómsupplifun nemenda á nýtt plan.
Richard Byrne heldur úti þessari bloggsíðu. Þarna er umfjöllun um hagnýt smáforrit fyrir androidstýrikerfið sem henta í námi og kennslu.
You must log in to post a comment.