5 ára afmæli menntabúða UT-torgs

Jibbí – Jey. Við eigum afmæli í dag!!

Í dag 1. nóvember 2018 eru 5 ár síðan við héldum fyrstu UT menntabúðirnar á Menntavísindasviði HÍ, „Trix, Tækni og Tenglsanet“. Upphafshópur skipuleggjenda menntabúða UT-torgs eru Bjarndís Fjóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Við höfum haldið fjöldan allan af menntabúðum víða um land. Megin markmið menntabúða er að efla tengslanet þátttakenda. Ég hef sagt það áður og held því áfram að menntabúðir er skemmtilegasta og áhrifaríkasta starfsþróun sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár.

Menntabúðir tengjast vel hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem jafningjar koma saman, ræða málin, deila þekkingu, reynslu og hugmyndum. Þátttakendur menntabúða UT-torgs skipta hundruðum og erum við mjög þakklát fyrir góðar viðtökur, jákvæðni og þolinmæði í okkar garð.

Kærar þakkir þið öll.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

F.h. skipuleggjenda Menntabúða,
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir.

 

 




Menntabúðir UT torgs 22. mars 2018

Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:15-18:00

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Þemað að þessu sinni er einfalt eða upplýsingatækni í skólastarfi. Dagskráin er enn í mótun og ef þú hefur áhuga á að kynna eitthvað eða fá kynningu á einhverju skráðu það á Padlet töfluna á eftirfarandi slóð: https://padlet.com/uppltorg/menntab1_2018

Einnig getur þú séð dagskránna þar.

Efirfarandi kynningar eru staðfestar:

Þemaverkefnið “Snjalli skólinn minn”, spjaldtölvuteymi Setbergsskóla.

Skynjarar fyrir mocro:bit, RadpberryPi, þjarkaþróunarverkefni, Vísindasmiðja HÍ.

Námsflæði kerfið, Flow Education.

Kafteinninn, Fróði, Málfarimn og Prím, Costner.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/uzE77Nu94dhQ7DGk2

Sjá nánar í Smore auglýsingu https://www.smore.com/n7us3-menntab-ir-reykjav-k?ref=email




Menntabúðir Reykjavík 26.10.17

Fimmtudaginn 26. október  verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð.

Skólastofan H-207 var nýverið endurskipulögð. Ný húsgögn og stórir snerti skjáir teknir í notkun.

Skráning: https://goo.gl/forms/wcqe7WQV5UnQvCij1

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).

Þema menntabúðanna að þessu sinn er mjög opið: „Upplýsingatækni í skólastarfi“.

Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmyndvefsíðuforritismáforritinámskrárvinnuvarpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.

Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna

Dagskrá:

Við ætlum að breyta aðeins út af vananum og setja dagskránna upp í Padlet töflu. Þar sem þátttakendur munu stýra efnistökum.

Slóðin er: https://padlet.com/uppltorg/menntabdagskra

Við biðjum ykkur um að setja „miða“ á Padlet töfluna með því sem þú hefur áhuga á að kynnast í búðunum. Þetta getur verið eitthvað sem þú vilt læra, fá svar við spurningu, aðstoð við verkefni, almennt spjall um ákveðið málefni og hvað þú vilt kenna, kynna, ræða um.

Í stuttu máli getur þú sett miða inn um hvað þú vilt kynna þér og hvað þú vilt kynna fyrir öðrum. 

Að búa til miða:
Smelltu á plúsinn í hægra horninu. Þegar þú hefur fyllt hann út smellir þú einhversstaðar annarsstaðar á töfluna og við það vistast aðgerðin.

Hlökkum til að sjá ykkur!! 




Menntabúðir 22.03.2017

Miðvikudaginn 22. mars kl. 16:15-18:15 verða haldnar menntabúðir í Hólabrekkuskóla, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík.

Þátttaka er ókeypis og fer skráning fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/UB9nTJP9UP3PXNzs1

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).

Þema menntabúðanna er „BETT sýningin og hagnýt UT-verkfæri“. Við hvetjum bæði þá sem fóru á BETT og þá sem ekki komust til að mæta, deila og læra.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. #menntabudir #menntastefna

Sjá Smore auglýsingu viðburðarins: https://www.smore.com/5tduu

Dagskráin er að skýrast:

  1. Code & Go Robot Mouse Activity
  2. Google Chromebook tölvur
  3. Pi top vél og kennsluefni frá Kóder
  4. Breakout Edu leik
  5. Ýmislegt Maker UT-dót til að prófa
  6. OSMO kynning fyrir leikskóla
  7. OSMO kynning fyrir grunnskóla
  8. 3D prentari
Svo bætast alltaf við fleiri kynningar á staðnum.

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Hólabrekkuskóli, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar




Forritunarkeppni grunnskólanna

Heil og sæl,

Tækniskólinn heldur Forritunarkeppni grunnskólanna 1. apríl 2017. Keppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun og er þetta í annað skipti sem þessi keppni er haldin.

Til þess að undirbúa keppendur sem best, munu nemendur og kennara Tækniskólans, halda forritunarbúðir laugardaginn 11. mars frá kl. 10:00-16:00 í Vörðuskóla. Forritunarbúðirnar eru góður undirbúningur fyrir forritunarkeppnina og er skráning í forritunarbúðirnar á: www.kodun.is

Enginn kostnaður er við að taka þátt í forritunarbúðunum né forritunarkeppninni. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kodun.is eða hjá undirritaðri.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,
Guðrún Randalín Lárusdóttir
Skólastjóri Upplýsingatækniskólans
grl@tskoli.is / 514 9351




Menntabúðir haust 2016

Á haustmisseri 2016 verða haldnar þrennar Menntabúðir um UT í námi og kennslu. Þær fara fram í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Tímasetningin er alltaf sú sama kl. 16:15-18:15. Smelltu hér til að sjá Smore auglýsinguna.

Menntabúðir (e. EduCamp) er hagnýt og áhrifarík aðferð til starfsþróunar sem við höfum haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum.

Umfjöllunarefnið er opið, þátttakendur geta komið með uppástungur en einnig hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það. Það getur verið allt frá því að fá kennslu á ákveðið forrit yfir í að safna hugmyndum að námskeiði.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.

Smelltu á dagsetningarnar til að skrá þig á menntabúðirnar.

Samstarfsaðilar: UT-torg, Reykjavíkurborg, Menntamiðja, Rannum og Menntavísindasvið HÍ.

Myndskeiðið hér fyrir neðan er tekið upp á menntabúðum 10. mars 2015.

 




MegaMenntabúðir Fréttir

Miðvikudaginn 28. september síðastliðinn voru haldnar Mega Menntabúðir.
Um 100 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt í viðburðinum sem var sameiginlegt átak Menntamiðju, UT-torgs, Sérkennslutorgs, Náttúrutorgs, Tungumálatorgs, Nýsköpunartorgs, Stærðfræðitorgs, Rannum, Reykjavíkurborgar og Landskrifstofu eTwinning.

Alls fóru fram 21 mjög fjölbreyttar kynningarnar, þær voru eftirfarandi:

Ármann Halldórsson frá Verslunarskóla Íslands kynnti hermi- og hlutverkaleikinn Klappland.
Stefán Bergsson frá Skáksambandi Íslands kynnti verkefnið Kennari verður skákkennari.
Hróbjartur Árnason frá kynnti forritin Office Mix og Onenote Classroom.
Björn Leví Gunnarsson og Þröstur Bragason frá Menntamálastofnun kynntu Micro Bit smátölvuna.
Ásta Ólafsdóttir frá Réttarholtsskóla kynnti verkefnið Creating games using Scratch.
Guðmundína Arndís Haralsdóttir og Rósa Harðardóttir frá Kelduskóla og Langholtsskóla kynntu verkefnið Book it!
Bergþóra Þórhallsdóttir frá Kópavogsskóla kynnti forritið Keywe.
Hrefna Björk Sigurðardóttir og Anna Wahlström frá Leikskólanum Holti kynntu verkefnið The four headed dragon.
Sólveig Þórarinsdóttir frá Leikskólanum Ösp kynnti verkefnið „Kulturudveksling„.
Hlíf Magnúsdóttir frá Selásskóla kynnti verkefnið „Grimmi tannlæknirinn„.
Sigurþór Einarsson, kennaranemi við kynnti forritið Yammer.
Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Akurskóla, Reykjanesbæ, kynnti danska Dúkkulísuverkefnið.
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir frá Langholtsskóla kynnti hugleiðingar um textílmennt.
Björgvin Ívar Guðbrandsson frá Langholtsskóla kynnti Kvikukassa.
Margrét S. Björnsdóttir frá kynnti forritið GeoGebra.
Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Laugó kynnti óformleg UT-studd námskeið.
Erla Stefánsdóttir frá Mixtúra margmiðlunarveri SFS kynnti forritið Reco Live.
Hans Rúnar Snorrason frá Hrafnagilsskóla kynnti verkefnið „e-Window„.
Elín Þóra Stefánsdóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur kynnti verkefnin „e-Show og Username: children Password: right.
Salvör Gissurardóttir frá kynnti Office 365 forritin Forms, Sway og QR-kóða.
Hjördís Ýrr Sveinsdóttir frá Hraunvallaskóla kynnti verkefnið Blastic.

Í lok dags veittu Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Guðmundur Ingi Markússon fulltrúar frá Landskrifstofa eTwinning ofangreindum eTwinning verkefnum gæðamerki eTwinning. Sérstök landsverðlaun voru veitt Grunnskóla Bolungarvíkur fyrir verkefnið Sound by sound step by step together, sem er samstarfsverkefni fjögurra landa og sameinar list, tónlist, leiklist og látbragðsleik.

Sjá nánar á vef Landskrifstofu eTwinning.

Þessa dagana heldur iNámskeið eTwinning námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Í boði eru tvö námskeið annars vegar staðnámskeið og hins vegar fjarnámskeið. Smelltu hér til að skoða auglýsinguna.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum




Menntabúðir vor 2016

Á vormisseri 2016 verða haldnar fernar Menntabúðir um UT í námi og kennslu. Fara þær fram í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, kl. 16:15-18:15. Sjá Smore auglýsinguna.

Menntabúðir (e. EduCamp) er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem við höfum aðlagað að okkar aðstæðum og haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum.

Umfjöllunarefnið er opið, þátttakendur geta komið með uppástungur en einng hefur veirð vinsælt að koma „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.

Smelltu á dagsetningarnar hér fyrir neðan til að skrá þig á menntabúðirnar.

3. mars – Skýjalausnir og tæknidót

17. mars – Ný smáforrit og UT-verkfæri – Leiðir til að nýta þau í kennslu Falla niður vegna óviðráðanlegra ástæðna.

7. apríl – Ný smáforrit og UT-verkfæri – Leiðir til að nýta þau í kennslu og Forritun – Hvað virkar, hvernig og af hverju?

20. apríl – Bland í poka, hæfniviðmið, námsmat, upptökur, samfélagsmiðlar, efnisveitur

Myndskeiðið hér fyrir neðan er tekið upp á menntabúðum 10. mars 2015.




#Eymennt – Menntabúðir

Nokkrir skólar á Eyjafjarðarsvæðinu hafa verið að mynda með sér lærdómssamfélag um notkun upplýsinga- og 12695920_10207339662442422_1548156065_nsamskiptatækni (UST) í skólastarfi. Samstarfið spratt út frá námskeiðinu Samspil 2015 þar sem fulltrúar skóla af öllum skólastigum hittast og læra saman á tæknina. Fjórir skólar í Eyjafirði ákváðu að halda því samstarfi áfram.

Ákveðið var að efna til menntabúða í Brekkuskóla á Akureyri þar sem hugmyndin var forprófuð en síðan sótti hópurinn um styrk úr endurmenntunarsjóði til að halda verkefninu áfram.

12665735_10153409235192913_1019616428_nÞegar hafa verið haldnar fjórar menntabúðir og öðrum skólum í nágrenninu boðin þátttaka. Til að byrja með mættu 20-30 kennarar en fjöldinn hefur síðan farið stigvaxandi og í síðustu búðunum sem voru þær fjórðu í röðinni, komu um 80 manns. Í menntabúðunum hafa kennarar, nemendur og stjórnendur kynnt hugbúnað og tækni sem þeir hafa verið að prófa sig áfram með í kennslu, við stjórnun skóla og í námi sínu.

Verkefnið hefur lykilatriði lærdómssamfélags að leiðarljósi.

Markmiðið með samstarfinu er að:
– Miðla þekkingu og reynslu á notkun UST í skólastarfi milli skóla á svæðinu og læra hvert af öðru.
– Skapa samstarfsvettvang um málefni UST í skólastarfi.
– Styðja við kennara og skapa aðstæður til að miðla af þekkingu og reynslu til annarra kennara og skólastjórnenda.
– Fá utanaðkomandi aðila sem hafa reynslu og þekkingu í UST til að koma með kynningu á nýjungum í UST í skólastarfi sem lærdómssamfélagið kemur sér saman um að vilja fá sérstaka kynningu á.
– Styðja við og styrkja lærdómssamfélagið sem þegar hefur myndast.
– Festa lærdómssamfélagið um UST á Eyjafjarðasvæðinu í sessi.

Stýrihóp verkefnisins mynda: Bergþóra Þórhallsdóttir sérfræðingur á skóladeild Akureyrarbæjar, Helena forsidaSigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir kennarar í  Brekkuskóla Akureyri, Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla Hörgársveit, Hans Rúnar Snorrason kennari Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri í Dalvíkurskóla.

Stýrihópur skipuleggur dagskrá og  auglýsir menntabúðirnar með rafrænum hætti.

Fyrir hverjar menntabúðir er þema valið eða aldursstig sem sérstaklega er fókusað á. Menntabúðirnar eru einnig kjörinn vettvangur fyrir kennara af mismunandi skólastigum til að bera saman bækur sínar.
12626009_10153409233947913_1516281520_nÞó svo áðurnefndir skólar haldi utan um dagskrá og skipulag lærdómssamfélagsins sem hefur myndast, þá er öllum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu og nágrenni boðið að senda fulltrúa sína á menntabúðirnar hverju sinni.

 

Verkefnið tekur mið af Aðalnámskrá grunnskóla (2013), endurmenntunaráætlunum samstarfsskólanna og skólastefnu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.

Áætlun um menntabúðir í Eyjafirði er sem hér segir:
Hrafnagilsskóli – september 2015 – lokið
Dalvíkurskóli – október 2015 – lokið
Þelamerkurskóli – nóvember 2015 – lokið
Brekkuskóli – janúar 2016 – lokið
Menntaskólinn á Akureyri – 18. febrúar 2016
Dalvíkurskóli – mars 2016
Þelamerkurskóli – apríl 2016
Brekkuskóli – maí 2016 (uppgjör og ávinningur metinn af samstarfinu)

Lærdómssamfélag – hvað er það?
Skólastarf er síbreytilegt og lifandi þar sem mismunandi ytri og innri þættir hafa áhrif á nám og starf starfsmanna og12647622_10207339663242442_1167009132_n nemenda og þróun skóla sem stofnana. Sýnt hefur verið fram á að árangursrík og fagleg starfsþróun byggist á styðjandi og leiðsegjandi vinnubrögðum eins og samvinnu og samræðu, rýni í eigið starf og skýrum markmiðum og viðmiðum um árangur. Menning sem styður og viðheldur slíkum starfsháttum getur falist í því sem kallað er lærdómssamfélag (e. professioanal learning community).

Ef nám er lykilhugtak í skólastarfi mætti líta á lærdómssamfélag (professional learning community) sem yfirhugtak eða umgjörð til að efla nám í skólanum. Til staðar er lærdómssamfélag þegar samhugur er innan stofnunar eða skóla um það að byggja stöðugt upp nýja þekkingu og nýta hana á vettvangi. Þar vinnur fólk náið saman út frá mótaðri námssýn sem allir skilja á sama hátt. Allt starfsfólk hefur miklar væntingar til nemenda og ber sameiginlega ábyrgð á námi þeirra en einnig hvað á annars námi. Það rannsakar starf sitt og ígrundar það í þeim tilgangi að efla það og stuðla að auknum námsárangri hjá nemendum.

Lærdómssamfélag er samfélag með menningu sem leggur megin áherslu á að fólk læri að:

  1. – Finna hvað það raunverulega vill.
  2. – Greina hvað hindri það í að uppfylla þá ósk.
  3. – Hlusta á hvað aðrir vilja og finna sameiginlega fleti sem skýra framtíðarsýn hópsins og læri að sjá kosti þess að læra saman.
  4. – Skapa aðstæður í sameiningu.

12596027_10153409233842913_1723374494_nInnan lærdómsmenningar þarf að ríkja umhverfi trausts, heiðarleika og samvinnu sem hvetur til og skapar frjóan jarðveg fyrir, sköpun og miðlun þekkingar, því fólk vill frekar skapa og deila þekkingu með þeim sem það treystir og er vel við en hið gagnstæða. Lærdómsmenning þarf mjög frjósamt umhverfi til að festa rætur og sprettur því fyrst hjá litlum hópum með skýra sameiginlega sýn um hvað það vill skapa, brennandi áhuga að gera hana að veruleika og bjargfasta trú um að geta það. Slíkir hópar leysa úr læðingi svo mikinn sköpunarkraft og áhuga að það smitar út frá sér og þegar aðrir fara að sjá kosti lærdómsmenningar breiðir hún úr sér um þær skipulagsheildir og samfélög sem hún hefur fest rætur í.

f.h. stýrihópsins
Bergþóra Þórhallsdóttir




Forritunarkeppni grunnskólanna

Kennarar og nemendur Tækniskólans standa að baki Forritunarkeppni grunnskólanna

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, mun halda Forritunarkeppni grunnskólanna 1.–2. apríl næstkomandi. Hugmyndin af keppninni er sprottin frá kennurum á tölvubraut og koma þeir að framkvæmd keppninnar með aðstoð, bæði fyrrum og núverandi, nemenda við skólann. Þess má til gamans geta að nemandi á tölvubraut hannaði og forritaði heimasíðuna og nemandi í grafískri miðlun hannaði logo keppninnar.

Forritunarkeppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun. Markmið keppninnar er að kynna fyrir grunnskólanemendum forritun og að grunnskólanemendur komi saman og leysi skemmtileg verkefni. Í keppninni mega nemendur vinna í 2.–3. manna hópum ef þeir vilja en mega einnig vinna einir.

Til þess að undirbúa grunnskólanemendur fyrir keppnina mun Tækniskólinn standa fyrir forritunarbúðum þeim að kostnaðarlausu. Þar munu nemendur á tölvubraut Upplýsingatækniskólans fara yfir grunnatriði forritunar og er þetta frábær leið til þess að kynnast forritun eða vilja læra meira. Forritunarbúðirnar verða helgina 12.–13. febrúar. Ef nemendur vilja undirbúa sig betur fyrir forritunarbúðirnar eða keppnina sjálfa þá bendum við á youtube síðu keppninnar, þar er að finna bæði fyrirlestra og dæmi.

Allar nánari upplýsingar um Forritunarkeppni grunnskólanna er að finna á heimasíðu keppninnar kodun.is.