Jóladagatal #UTHaf

Það er komið að jóladagatalinu í ár. Að þessu sinni ætlum við að fá að fylgjast með jóladagatali kennara og kennsluráðgjafa í Hafnarfirði #UTHaf. Þeir ætla að deila með okkur uppáhalds UT-verkfærum sínum og nýta til þess hið bráðskemmtilega forrit og smáforrit Flipgrid.

Hugmyndin er að safna saman einu myndskeiði á hverjum virkum degi fram að jólum.

Ég hvet þig til að kíkja inn á Flipgrid borðið á hverjum degi https://flipgrid.com/f0c697bb.

 




5 ára afmæli menntabúða UT-torgs

Jibbí – Jey. Við eigum afmæli í dag!!

Í dag 1. nóvember 2018 eru 5 ár síðan við héldum fyrstu UT menntabúðirnar á Menntavísindasviði HÍ, „Trix, Tækni og Tenglsanet“. Upphafshópur skipuleggjenda menntabúða UT-torgs eru Bjarndís Fjóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Við höfum haldið fjöldan allan af menntabúðum víða um land. Megin markmið menntabúða er að efla tengslanet þátttakenda. Ég hef sagt það áður og held því áfram að menntabúðir er skemmtilegasta og áhrifaríkasta starfsþróun sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár.

Menntabúðir tengjast vel hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem jafningjar koma saman, ræða málin, deila þekkingu, reynslu og hugmyndum. Þátttakendur menntabúða UT-torgs skipta hundruðum og erum við mjög þakklát fyrir góðar viðtökur, jákvæðni og þolinmæði í okkar garð.

Kærar þakkir þið öll.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

F.h. skipuleggjenda Menntabúða,
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir.

 

 




Menntabúðir UT torgs 22. mars 2018

Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:15-18:00

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Þemað að þessu sinni er einfalt eða upplýsingatækni í skólastarfi. Dagskráin er enn í mótun og ef þú hefur áhuga á að kynna eitthvað eða fá kynningu á einhverju skráðu það á Padlet töfluna á eftirfarandi slóð: https://padlet.com/uppltorg/menntab1_2018

Einnig getur þú séð dagskránna þar.

Efirfarandi kynningar eru staðfestar:

Þemaverkefnið “Snjalli skólinn minn”, spjaldtölvuteymi Setbergsskóla.

Skynjarar fyrir mocro:bit, RadpberryPi, þjarkaþróunarverkefni, Vísindasmiðja HÍ.

Námsflæði kerfið, Flow Education.

Kafteinninn, Fróði, Málfarimn og Prím, Costner.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/uzE77Nu94dhQ7DGk2

Sjá nánar í Smore auglýsingu https://www.smore.com/n7us3-menntab-ir-reykjav-k?ref=email




Útvarp GSnb 12.-15. des.

Þetta er í annað sinn sem GSnb heldur úti útvarpi í aðdraganda jóla. Við sendum út á tíðninni 103,5 frá þriðjudeginum 12.12. til föstudagsins 15.12. Hægt er að hlusta á útvarpið á netinu eða snjalltækinu á slóðinni http://spilarinn.is/#GSNB

Í 1.-7. bekk vinna nemendur bekkjarþættir  og eru þeir teknir upp áður. Nemendur í 8.-10. bekk  vinna útvarpshandrit í íslensku tímum og skila til kennara, þeir ráða síðan hvort þeir fara með þættina í útvarpið sem margir gera. Við bjóðum líka fleirum í samfélaginu að taka þátt, t.d.  hafa einstaka starfsmenn verið með þætti, fyrrverandi nemendur, leikskólinn og Smiðjan sem er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlaða einstaklinga með skerta starfsgetu. Það eru allir velkomnir að vera með þætti.

Til þess að útvarpið verði að veruleika þarf margt að smella saman. Undirbúningur þarf að vera góður, upptökur og handritagerð þarf að vanda. Ávinningurinn fyrir nemendur er margvíslegur, hæfileikar sem alla jafna eru ekki þjálfaðir fá notið sín, s.s. framsögn, samning handrita og tæknimenn fá tækifæri til að læra á nýja tækni.

Hugmyndin að jólaútvarpinu er fengin úr Grunnskólanum í Borgarnesi og hafa þeir staðið fyrir útvarpi í 25 ár, sjá nánar: http://skolathraedir.is/2016/12/10/utvarp-odal-1013-jolautvarp-nemenda-i-grunnskolanum-i-borgarnesi/. Sigurþór Kristjánsson, Sissi hefur haldið utan um útvarpið til fjölda ára og var hann tæknilegur ráðunautur í þessari vinnu okkar í GSnb. Hann kom í heimsóknir, hitti nemendur og fundaði með nemendaráðinu og starfsfólki.

Það er von okkar að þetta framtak verði árviss viðburður í aðdragandi jóla.

Eftirfarandi er slóð á frétt í Skessuhorni: https://skessuhorn.is/2017/12/13/jolautvarp-gsnb-omar-vikunni/

 

Hugrún Elísdóttir,
Verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar.




Snjalltæki í leikskóla – Krógaból

 

Leikskólinn Krógaból var að opna vefsíðu um þróunarverkefnið Snjalltækni í leikskóla – að koma til móts við nýja kynslóð. Markmiðið var að bæði börn og kennarar lærðu að nýta sér tæknina til gagns.

Þróunarverkefnið var unnið skólaárin 2014-2018 og miðaði að því að efla málrækt og sköpun í leikskólanum. Áhersla var lögð á þróa nýjar leiðir til að læra og kenna.

Á vefsíðunni sem er bæði fyrir kennara og foreldra má lesa nánar um verkefnið, fræðast um þau smáforrit sem kennarar hafa verið að nota og skoða sýnishorn af því sem gert hefur verið með börnunum.

Innleiðing tækninnar í starfið hefur gefið góða raun og það hefur tekist vel að tengja þessa nýstárlegu námsleið sköpun og vinnu með málið.

Vefslóðin er: http://snjalltaekni.xoz.is

 




12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).




Komdu að kenna

Að mínu mati er Snapchat skemmtilegur miðill. Ég nota hann í persónulegum tilgangi, hef ekki náð að nýta mér hann í starfi. Hins vegar eru mjög margir sem hafa tamið sér að nýta hann í leik og starfi, þar á meðal eru nokkrir kennarar.

Á sîðasta ári var stofnaður notandaaðgangurinn komduadkenna. Þar skiptast kennarar um land allt á að segja frá starfinu sínu. Hver kennari er með „Snappið“ í tvo daga og gefst áhorfendum tækifæri á að fylgjast með og spyrja spurninga.

Það hefur verið mjög fróðlegt, gagnlegt og gaman að fylgjast með snappinu þeirra síðastliðið ár. Ég mæli með því að bæta þeim við á Snapchat.




Spjaldtölvuverkefni grunnskóla Kópavogs

Á dögunum kom út ritið „Lykillinn, hugmyndafræðin að baki innleiðingunni á breyttum kennsluháttum í Kópavogi“ þar er innleiðingarferlinu lýst, sem hófst á sumarmánuðum 2015.

Í ritinu er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum eða eins og stendur í innganginum

„Þetta rit má hugsa sem miðju í köngurlóarvef, þ.e. einskonar kjarna í stærri vef upplýsinga um það verkefni sem er í gangi í Kópavogi og snýst um breytingar á kennsluháttum. Ætlunin er að lesandinn geti nýtt þær stiklur sem hér eru reifaðar til að átta sig á ýmsu sem snýr að jafn flóknu og viðamiklu verkefni og um ræðir.“

Höfundar eru stýrihópur verkefnisins þau Björn Gunnlaugsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Siguruður Haukur Gíslason.




Menntabúðir 22.03.2017

Miðvikudaginn 22. mars kl. 16:15-18:15 verða haldnar menntabúðir í Hólabrekkuskóla, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík.

Þátttaka er ókeypis og fer skráning fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/UB9nTJP9UP3PXNzs1

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).

Þema menntabúðanna er „BETT sýningin og hagnýt UT-verkfæri“. Við hvetjum bæði þá sem fóru á BETT og þá sem ekki komust til að mæta, deila og læra.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. #menntabudir #menntastefna

Sjá Smore auglýsingu viðburðarins: https://www.smore.com/5tduu

Dagskráin er að skýrast:

  1. Code & Go Robot Mouse Activity
  2. Google Chromebook tölvur
  3. Pi top vél og kennsluefni frá Kóder
  4. Breakout Edu leik
  5. Ýmislegt Maker UT-dót til að prófa
  6. OSMO kynning fyrir leikskóla
  7. OSMO kynning fyrir grunnskóla
  8. 3D prentari
Svo bætast alltaf við fleiri kynningar á staðnum.

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Hólabrekkuskóli, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar




Forritunarkeppni grunnskólanna

Heil og sæl,

Tækniskólinn heldur Forritunarkeppni grunnskólanna 1. apríl 2017. Keppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun og er þetta í annað skipti sem þessi keppni er haldin.

Til þess að undirbúa keppendur sem best, munu nemendur og kennara Tækniskólans, halda forritunarbúðir laugardaginn 11. mars frá kl. 10:00-16:00 í Vörðuskóla. Forritunarbúðirnar eru góður undirbúningur fyrir forritunarkeppnina og er skráning í forritunarbúðirnar á: www.kodun.is

Enginn kostnaður er við að taka þátt í forritunarbúðunum né forritunarkeppninni. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kodun.is eða hjá undirritaðri.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,
Guðrún Randalín Lárusdóttir
Skólastjóri Upplýsingatækniskólans
grl@tskoli.is / 514 9351