Menntabúðir Reykjavík 26.10.17

Fimmtudaginn 26. október  verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð.

Skólastofan H-207 var nýverið endurskipulögð. Ný húsgögn og stórir snerti skjáir teknir í notkun.

Skráning: https://goo.gl/forms/wcqe7WQV5UnQvCij1

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).

Þema menntabúðanna að þessu sinn er mjög opið: „Upplýsingatækni í skólastarfi“.

Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmyndvefsíðuforritismáforritinámskrárvinnuvarpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.

Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna

Dagskrá:

Við ætlum að breyta aðeins út af vananum og setja dagskránna upp í Padlet töflu. Þar sem þátttakendur munu stýra efnistökum.

Slóðin er: https://padlet.com/uppltorg/menntabdagskra

Við biðjum ykkur um að setja „miða“ á Padlet töfluna með því sem þú hefur áhuga á að kynnast í búðunum. Þetta getur verið eitthvað sem þú vilt læra, fá svar við spurningu, aðstoð við verkefni, almennt spjall um ákveðið málefni og hvað þú vilt kenna, kynna, ræða um.

Í stuttu máli getur þú sett miða inn um hvað þú vilt kynna þér og hvað þú vilt kynna fyrir öðrum. 

Að búa til miða:
Smelltu á plúsinn í hægra horninu. Þegar þú hefur fyllt hann út smellir þú einhversstaðar annarsstaðar á töfluna og við það vistast aðgerðin.

Hlökkum til að sjá ykkur!! 
eTwinning fréttabréf

Á dögunum kom út september fréttabréf eTwinning. Að vanda er mikið að gerast hjá lærdómssamfélaginu.

Meðal annars eru kynntir nýir eTwinning sendiherrar, þau Rósa Harðardóttir hjá Norðlingaskóla og Hans Rúnar snorrason hjá Hrafnagilsskóla. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Í vetur verða í boði netnámskeið á eTwinning Live og School Education Gateway. Við hvetjum alla kennar til að taka þátt í þessum spennandi námskeiðum.

21. september til 26. október eru eTwinning vikur og meðal viðfangsefna verður samkeppni og ýmsir tengslaviðburðir.

Smelltu hér til að lesa fréttabréfið í heild.
Komdu að kenna

Að mínu mati er Snapchat skemmtilegur miðill. Ég nota hann í persónulegum tilgangi, hef ekki náð að nýta mér hann í starfi. Hins vegar eru mjög margir sem hafa tamið sér að nýta hann í leik og starfi, þar á meðal eru nokkrir kennarar.

Á sîðasta ári var stofnaður notandaaðgangurinn komduadkenna. Þar skiptast kennarar um land allt á að segja frá starfinu sínu. Hver kennari er með „Snappið“ í tvo daga og gefst áhorfendum tækifæri á að fylgjast með og spyrja spurninga.

Það hefur verið mjög fróðlegt, gagnlegt og gaman að fylgjast með snappinu þeirra síðastliðið ár. Ég mæli með því að bæta þeim við á Snapchat.
Spjaldtölvuverkefni grunnskóla Kópavogs

Á dögunum kom út ritið „Lykillinn, hugmyndafræðin að baki innleiðingunni á breyttum kennsluháttum í Kópavogi“ þar er innleiðingarferlinu lýst, sem hófst á sumarmánuðum 2015.

Í ritinu er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum eða eins og stendur í innganginum

„Þetta rit má hugsa sem miðju í köngurlóarvef, þ.e. einskonar kjarna í stærri vef upplýsinga um það verkefni sem er í gangi í Kópavogi og snýst um breytingar á kennsluháttum. Ætlunin er að lesandinn geti nýtt þær stiklur sem hér eru reifaðar til að átta sig á ýmsu sem snýr að jafn flóknu og viðamiklu verkefni og um ræðir.“

Höfundar eru stýrihópur verkefnisins þau Björn Gunnlaugsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Siguruður Haukur Gíslason.
Menntabúðir 22.03.2017

Miðvikudaginn 22. mars kl. 16:15-18:15 verða haldnar menntabúðir í Hólabrekkuskóla, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík.

Þátttaka er ókeypis og fer skráning fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/UB9nTJP9UP3PXNzs1

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).

Þema menntabúðanna er „BETT sýningin og hagnýt UT-verkfæri“. Við hvetjum bæði þá sem fóru á BETT og þá sem ekki komust til að mæta, deila og læra.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. #menntabudir #menntastefna

Sjá Smore auglýsingu viðburðarins: https://www.smore.com/5tduu

Dagskráin er að skýrast:

 1. Code & Go Robot Mouse Activity
 2. Google Chromebook tölvur
 3. Pi top vél og kennsluefni frá Kóder
 4. Breakout Edu leik
 5. Ýmislegt Maker UT-dót til að prófa
 6. OSMO kynning fyrir leikskóla
 7. OSMO kynning fyrir grunnskóla
 8. 3D prentari
Svo bætast alltaf við fleiri kynningar á staðnum.

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Hólabrekkuskóli, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar
Project 252

Árið 2015 stýrði Dr. Enda Donlon mjög áhugaverðu verkefni sem hann kallaði Project 252. Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um nýtingu upplýsingatækniverkfæra í námi og kennslu (e. EdTech Tool). Þetta var svokallað Crowdsourcing (hópsöfnun) verkefni og var öllum fjrálst að deila efni á síðuna: http://project252.donenda.com/.

Þó að söfnuninni sé formlega lokið lifir vefurinn áfram. Á honum er að finna mjög góðar upplýsingar um tæplega 700 upplýsingatækniverkfærum sem henta vel í námi og kennslu. Listinn er samvinnuverk kennara sem hafa reynslu af verkfærunum og er hann flokkaður í stafrófsröð.
eTwinning fréttabréf

Fréttabréf landskrifstofu eTwinning var að koma út.

Þar er að finna ýmsan fróðleik m.a. eru upplýsingar um möguleika á samstarfsverkefni á vormisseri. Endurbætur hafa verið gerðar á verkfærakistu School Education Gateway sem er systurvefgátt eTwinning. Efni þar inni er flokkað í 5 flokka, skólastjórnun, kennarar, stuðningur við nemendur, þátttaka foreldra og hagsmunaaðilar. Einnig er mjög áhugaverðar niðustöður könnunar um áhrif eTwinning á starfsþróun kennara.

Smelltu hér til að skoða fréttabréfið.

Landsfulltrúar eTwinning á Íslandi eru Guðmundur Ingi Markússon og Sigríður Vala Vignisdóttir.
Hátíðarkveðjur

Um leið og við þökkum kærlega fyrir þátttöku og samstarf á árinu sem er að líða, sendum við hugheilar hátíðarkveðjur með ósk um farsælt komandi UT ár.

Hlökkum til áframhaldandi samvinnu og samveru á árinu 2017.

Myndskeiðið hér fyrir neðan er með svipmyndum frá starfsemi UT-torgs 2016.
Menntabúðir sem starfsþróun

Menntabúðir eins og við köllum EduCamp eða EdCamp er skemmtilegasta og áhrifaríkasta leiðin til starfsþróunar sem ég hef tekið þátt í síðastliðin ár. Menntabúðir hafa verið í þróun hér á landi síðan 2012 og hef ég verið svo heppin að vera þátttakandi í því ferli frá bryjun. Upprunalega módelið af Educamp, sem við vinnum eftir kemur frá Kólumbíu. Sjá grein eftir Diego Ernesto Leal Fonseca hjá EAFIT University.

Markhópurinn okkar er kennarar á öllumskólastigum og kennaranemar, en einnig hafa aðilar utan þess ramma tekið þátt og gefið búðunum skemmtilegan blæ. Meginmarkmið menntabúða er óformleg jafningjafræðsla og að efla tengslanet þátttakenda. #menntabudir #uttorg

Viðfangsefni hverra menntabúða á vegum UT-torgs er upplýsingatækni í námi og kennslu út frá ákveðnu þema, þátttakendum er einnig frjálst að koma með tillögur að umfjöllunarefni. Skipulagið er mjög sveigjanlegt, þátttakendur skrá sig, gefa stutta lýsingu á kynningu ef þeir vilja vera með kynningu. Þó eru kynningar mjög oft ákveðnar á staðnum.

UT-torg hefur staðið fyrir menntabúðum í samstarfi við Menntamiðju, Rannum, Reykjavíkurborg, Menntasmiðju, 3F, Nýherja, Epli og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mjög ánægjulegt er að fylgjast með útbreiðslu aðferðarinnar hér á landi sem fer eins og eldur í sinu. Fjöldi skóla hafa tekið hana upp, aðlagað hana að sínum aðstæðum og hefur hún m.a. verið nýtt sem vettvangur fyrir kennara, nemendur og forledra.

Í þessari viku eru áætlaðar menntabúðir í Ólafsfirði og á Vesturlandi. Samstarfshópurinn sem stendur að menntabúðum á Norðurlandi #Eymennt samanstendur af kennurum og skólastjórnendum. Og verða þær haldnar í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði á morgun 1. nóvember kl. 16:15. Sjá auglýsingu.

Hjálmur Dór Hjálmsson stendur að menntabúðum á Vesturlandi „Skapandi skólastarf á Vesturlandi“ í samstarfi við kennara og skólastjórnendur. Og verða þær haldnar fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15:30 í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi. Sjá auglýsingu.

Markmiðið er að halda menntabúðir í sem flestum skólum í hverjum landshluta.
Menntabúðir Forritun – Fréttir

Fimmtudaginn 27. október voru haldnar Menntabúðir og umfjöllunarefnið var forritun og leikjafræði. Rúmlega 30 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt sem var samvinnuverkefni UT-torgs, Menntamiðju, Reykjavíkurborgar, RANNUM og Menntavísindasviðs HÍ.

Eftirfarandi kynnigar voru:

 • Gunnar Ingi Magnússon frá RÚV, kynnti Microbit tölvuna og nýja forritunarkennsluvef www.krakkaruv.is/kodinn.
 • Guðrún Randalín Lárusdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskólans og Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans, kynntu Forritunarkeppni grunnskólanna og fyrirhugaðar Forritunarbúðir fyrir kennara (nánar auglýst síðar).
 • Jórunn Pálsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson, kennarar og verkefnastjórar í Melaskóla, kynntu Lego Wedo.
 • Anna María Þorkelsdóttir, verkefnastjóri í Hólabrekkuskóla, kynnti forritunarkennslu í Hólabrekkuskóla en þar er hefst forritunarkennsla í 1. bekk.
 • Tryggvi Thayer, verkefnastjóri Menntamiðju, kynnti tónlistarforritun án kóðunar.
 • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ, kynnti ýmsar bjargir fyrir kennara um forritun. Sjá sameiginlega Padlet töflu. Taflan er opin og hugmyndin er að við söfnum í sameiningu góðum tenglum og sögum, fordæmum í forritunarkennslu.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum.