Það er komið að jóladagatalinu í ár. Að þessu sinni ætlum við að fá að fylgjast með jóladagatali kennara og kennsluráðgjafa í Hafnarfirði #UTHaf. Þeir ætla að deila með okkur uppáhalds UT-verkfærum sínum og nýta til þess hið bráðskemmtilega forrit og smáforrit Flipgrid.
Hugmyndin er að safna saman einu myndskeiði á hverjum virkum degi fram að jólum.
Í dag 1. nóvember 2018 eru 5 ár síðan við héldum fyrstu UT menntabúðirnar á Menntavísindasviði HÍ, „Trix, Tækni og Tenglsanet“. Upphafshópur skipuleggjenda menntabúða UT-torgs eru Bjarndís Fjóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Við höfum haldið fjöldan allan af menntabúðum víða um land. Megin markmið menntabúða er að efla tengslanet þátttakenda. Ég hef sagt það áður og held því áfram að menntabúðir er skemmtilegasta og áhrifaríkasta starfsþróun sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár.
Menntabúðir tengjast vel hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem jafningjar koma saman, ræða málin, deila þekkingu, reynslu og hugmyndum. Þátttakendur menntabúða UT-torgs skipta hundruðum og erum við mjög þakklát fyrir góðar viðtökur, jákvæðni og þolinmæði í okkar garð.
Kærar þakkir þið öll.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).
Þema menntabúðanna að þessu sinn er mjög opið: „Upplýsingatækni í skólastarfi“.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.
Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna
Dagskrá:
Við ætlum að breyta aðeins út af vananum og setja dagskránna upp í Padlet töflu. Þar sem þátttakendur munu stýra efnistökum.
Við biðjum ykkur um að setja „miða“ á Padlet töfluna með því sem þú hefur áhuga á að kynnast í búðunum. Þetta getur verið eitthvað sem þú vilt læra, fá svar við spurningu, aðstoð við verkefni, almennt spjall um ákveðið málefni og hvað þú vilt kenna, kynna, ræða um.
Í stuttu máli getur þú sett miða inn um hvað þú vilt kynna þér og hvað þú vilt kynna fyrir öðrum.
Að búa til miða: Smelltu á plúsinn í hægra horninu. Þegar þú hefur fyllt hann út smellir þú einhversstaðar annarsstaðar á töfluna og við það vistast aðgerðin.
Hlökkum til að sjá ykkur!!
eTwinning fréttabréf
Á dögunum kom út september fréttabréf eTwinning. Að vanda er mikið að gerast hjá lærdómssamfélaginu.
Meðal annars eru kynntir nýir eTwinning sendiherrar, þau Rósa Harðardóttir hjá Norðlingaskóla og Hans Rúnar snorrason hjá Hrafnagilsskóla. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins í vetur.
Í vetur verða í boði netnámskeið á eTwinning Live og School Education Gateway. Við hvetjum alla kennar til að taka þátt í þessum spennandi námskeiðum.
21. september til 26. október eru eTwinning vikur og meðal viðfangsefna verður samkeppni og ýmsir tengslaviðburðir.
Komdu að kenna
Að mínu mati er Snapchat skemmtilegur miðill. Ég nota hann í persónulegum tilgangi, hef ekki náð að nýta mér hann í starfi. Hins vegar eru mjög margir sem hafa tamið sér að nýta hann í leik og starfi, þar á meðal eru nokkrir kennarar.
Á sîðasta ári var stofnaður notandaaðgangurinn komduadkenna. Þar skiptast kennarar um land allt á að segja frá starfinu sínu. Hver kennari er með „Snappið“ í tvo daga og gefst áhorfendum tækifæri á að fylgjast með og spyrja spurninga.
Það hefur verið mjög fróðlegt, gagnlegt og gaman að fylgjast með snappinu þeirra síðastliðið ár. Ég mæli með því að bæta þeim við á Snapchat.
Í ritinu er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum eða eins og stendur í innganginum
„Þetta rit má hugsa sem miðju í köngurlóarvef, þ.e. einskonar kjarna í stærri vef upplýsinga um það verkefni sem er í gangi í Kópavogi og snýst um breytingar á kennsluháttum. Ætlunin er að lesandinn geti nýtt þær stiklur sem hér eru reifaðar til að átta sig á ýmsu sem snýr að jafn flóknu og viðamiklu verkefni og um ræðir.“
Höfundar eru stýrihópur verkefnisins þau Björn Gunnlaugsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Siguruður Haukur Gíslason.
Menntabúðir 22.03.2017
Miðvikudaginn 22. mars kl. 16:15-18:15 verða haldnar menntabúðir í Hólabrekkuskóla, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík.
Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).
Þema menntabúðanna er „BETT sýningin og hagnýt UT-verkfæri“. Við hvetjum bæði þá sem fóru á BETT og þá sem ekki komust til að mæta, deila og læra.
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. #menntabudir#menntastefna
Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Hólabrekkuskóli, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar
Project 252
Árið 2015 stýrði Dr. Enda Donlon mjög áhugaverðu verkefni sem hann kallaði Project 252. Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um nýtingu upplýsingatækniverkfæra í námi og kennslu (e. EdTech Tool). Þetta var svokallað Crowdsourcing (hópsöfnun) verkefni og var öllum fjrálst að deila efni á síðuna: http://project252.donenda.com/.
Þó að söfnuninni sé formlega lokið lifir vefurinn áfram. Á honum er að finna mjög góðar upplýsingar um tæplega 700 upplýsingatækniverkfærum sem henta vel í námi og kennslu. Listinn er samvinnuverk kennara sem hafa reynslu af verkfærunum og er hann flokkaður í stafrófsröð.
eTwinning fréttabréf
Fréttabréf landskrifstofu eTwinning var að koma út.
Þar er að finna ýmsan fróðleik m.a. eru upplýsingar um möguleika á samstarfsverkefni á vormisseri. Endurbætur hafa verið gerðar á verkfærakistu School Education Gateway sem er systurvefgátt eTwinning. Efni þar inni er flokkað í 5 flokka, skólastjórnun, kennarar, stuðningur við nemendur, þátttaka foreldra og hagsmunaaðilar. Einnig er mjög áhugaverðar niðustöður könnunar um áhrif eTwinning á starfsþróun kennara.