Jóladagatal #UTHaf

Það er komið að jóladagatalinu í ár. Að þessu sinni ætlum við að fá að fylgjast með jóladagatali kennara og kennsluráðgjafa í Hafnarfirði #UTHaf. Þeir ætla að deila með okkur uppáhalds UT-verkfærum sínum og nýta til þess hið bráðskemmtilega forrit og smáforrit Flipgrid.

Hugmyndin er að safna saman einu myndskeiði á hverjum virkum degi fram að jólum.

Ég hvet þig til að kíkja inn á Flipgrid borðið á hverjum degi https://flipgrid.com/f0c697bb.

 
12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).
Íslenskt smáforrit valið til úrslita í hinum virtu BETT Awards

Smáforritið Word Creativity Kit frá íslenska fyrirtækinu Gebo Kano hefur verið valið til úrslita í BETT Awards, í flokknum „Smáforrit í menntun“. Úrslit verða tilkynnt á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni sem verður haldin í janúar.

BETT ráðstefnan (British Educational Training and Technology Show) er stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum en á henni er fjallað um upplýsingatækni í menntun. Í fyrra sóttu hana tæplega 35 þúsund gestir frá 138 löndum.

Sjö önnur smáforrit komust í úrslit, þar á meðal forrit frá risum í útgáfustarfsemi eins og Bloomsbury og Microsoft. Þetta hlýtur því að teljast frábær árangur.

Word Creativity Kit er sandkassi fyrir skapandi skrif og byrjendalæsi. Í forritinu fá nemendur tækifæri til að leika sér með orð sem þeir fá af handahófi og skapa setningar, ljóð eða heilu sögurnar. Eitt af því sem gerir forritið einstakt er mikill fjöldi orða sem það inniheldur eða yfir 4500 orð og að það að hægt er að breyta beygingarmyndum þeirra allra. Nemendur eða kennarar geta einnig unnið með eigin orð í staðin fyrir af handahófi. Hægt er að smella á orðin í verkefninu og láta talgervil lesa þau. Það gagnast bæði fyrir nemendur sem eru að æfa lestur og í tungumálakennslu.

Word Creativity Kit er í notkun í skólum út um allan heim og hefur fengið frábærar umsagnir og viðurkenningar hvar sem um það er fjallað. Á síðu danska ríkisútvarpsins var það m.a. valið á lista yfir 13 bestu smáfforit í menntun fyrir börn.

Íslenska útgáfan af Word Creativity Kit heitir Orðaflipp og er að mestu leiti eins.

Fyrirtækið Gebo Kano ehf. sérhæfir sig í gerð smáforrita fyrir börn og skólastarf. Það hefur gefið út fjölda slíkra smáforrita sem notuð eru í skólastarfi bæði hérlendis sem erlendis.

Gebo Kano voru með bás á BETT sýningunni í London í janúar þar sem þau kynntu forritin sín.

Hér má sjá lista yfir alla sem voru valdir til úrslita í öllum flokkum:
http://bettawards.com/finalists/

Hér er heimasíða Gebo Kano:
gebokano.com

Hér er Word Creativity Kit í App Store:
https://itunes.apple.com/app/word-creativity-kit-creative/id825981779?mt=8&ign-mpt=uo%3D8

Guðný Þorsteinsdóttir gudny@gebokano.com sími 659-0313.
Project 252

Árið 2015 stýrði Dr. Enda Donlon mjög áhugaverðu verkefni sem hann kallaði Project 252. Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um nýtingu upplýsingatækniverkfæra í námi og kennslu (e. EdTech Tool). Þetta var svokallað Crowdsourcing (hópsöfnun) verkefni og var öllum fjrálst að deila efni á síðuna: http://project252.donenda.com/.

Þó að söfnuninni sé formlega lokið lifir vefurinn áfram. Á honum er að finna mjög góðar upplýsingar um tæplega 700 upplýsingatækniverkfærum sem henta vel í námi og kennslu. Listinn er samvinnuverk kennara sem hafa reynslu af verkfærunum og er hann flokkaður í stafrófsröð.
MegaMenntabúðir Fréttir

Miðvikudaginn 28. september síðastliðinn voru haldnar Mega Menntabúðir.
Um 100 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt í viðburðinum sem var sameiginlegt átak Menntamiðju, UT-torgs, Sérkennslutorgs, Náttúrutorgs, Tungumálatorgs, Nýsköpunartorgs, Stærðfræðitorgs, Rannum, Reykjavíkurborgar og Landskrifstofu eTwinning.

Alls fóru fram 21 mjög fjölbreyttar kynningarnar, þær voru eftirfarandi:

Ármann Halldórsson frá Verslunarskóla Íslands kynnti hermi- og hlutverkaleikinn Klappland.
Stefán Bergsson frá Skáksambandi Íslands kynnti verkefnið Kennari verður skákkennari.
Hróbjartur Árnason frá kynnti forritin Office Mix og Onenote Classroom.
Björn Leví Gunnarsson og Þröstur Bragason frá Menntamálastofnun kynntu Micro Bit smátölvuna.
Ásta Ólafsdóttir frá Réttarholtsskóla kynnti verkefnið Creating games using Scratch.
Guðmundína Arndís Haralsdóttir og Rósa Harðardóttir frá Kelduskóla og Langholtsskóla kynntu verkefnið Book it!
Bergþóra Þórhallsdóttir frá Kópavogsskóla kynnti forritið Keywe.
Hrefna Björk Sigurðardóttir og Anna Wahlström frá Leikskólanum Holti kynntu verkefnið The four headed dragon.
Sólveig Þórarinsdóttir frá Leikskólanum Ösp kynnti verkefnið „Kulturudveksling„.
Hlíf Magnúsdóttir frá Selásskóla kynnti verkefnið „Grimmi tannlæknirinn„.
Sigurþór Einarsson, kennaranemi við kynnti forritið Yammer.
Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Akurskóla, Reykjanesbæ, kynnti danska Dúkkulísuverkefnið.
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir frá Langholtsskóla kynnti hugleiðingar um textílmennt.
Björgvin Ívar Guðbrandsson frá Langholtsskóla kynnti Kvikukassa.
Margrét S. Björnsdóttir frá kynnti forritið GeoGebra.
Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Laugó kynnti óformleg UT-studd námskeið.
Erla Stefánsdóttir frá Mixtúra margmiðlunarveri SFS kynnti forritið Reco Live.
Hans Rúnar Snorrason frá Hrafnagilsskóla kynnti verkefnið „e-Window„.
Elín Þóra Stefánsdóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur kynnti verkefnin „e-Show og Username: children Password: right.
Salvör Gissurardóttir frá kynnti Office 365 forritin Forms, Sway og QR-kóða.
Hjördís Ýrr Sveinsdóttir frá Hraunvallaskóla kynnti verkefnið Blastic.

Í lok dags veittu Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Guðmundur Ingi Markússon fulltrúar frá Landskrifstofa eTwinning ofangreindum eTwinning verkefnum gæðamerki eTwinning. Sérstök landsverðlaun voru veitt Grunnskóla Bolungarvíkur fyrir verkefnið Sound by sound step by step together, sem er samstarfsverkefni fjögurra landa og sameinar list, tónlist, leiklist og látbragðsleik.

Sjá nánar á vef Landskrifstofu eTwinning.

Þessa dagana heldur iNámskeið eTwinning námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Í boði eru tvö námskeið annars vegar staðnámskeið og hins vegar fjarnámskeið. Smelltu hér til að skoða auglýsinguna.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum
Hour of Code

Vikuna 7.-13. desember verður haldin Hour of Code vikan. Markmiðið með átakinu er að nemendur kynnist forritun í amk. eina klukkustund þá viku. Á heimasíðunni www.hourofcode.com er hægt að skrá skóla og þau verkefni sem vinna á. Síðuna og mörg forrit er hægt að stilla á íslensku sem einfaldar og eykur aðgengi yngri nemenda. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum og núna eru 116.116 viðburðir skráðir.

Á síðunni er að finna nokkur forritunarverkefni (smelltu á prófaðu), mismunandi þemu eru hvert ár og núna er Minecraft og Starwars þema.

Rakel G. Magnúsdóttir og Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, kennarar við Kelduskóla Korpu, hafa tekið saman Padlet borð þar sem þær hafa safnað slóðum að helstu forritunarkennslusíðum. Þar kennir ýmissa grasa og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Slóðin er: http://bit.ly/kelduskoli
Íslensk smáforrit tilnefnd til Bettverðlaunanna 2016

Kids Sound Lab, er eitt af sjö smáforritum í flokknum smáforrit í Menntun sem valið hefur verið til Icon Kidssoundlab með textaúrslita á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni, sem haldin verður í janúar á næsta ári.

BETT ráðstefnan fjallar um upplýsingatækni í menntun og  er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Í fyrra sóttu hana um 35 þúsund gestir frá yfir 110 þjóðlöndum.

Kids Sound Lab er enskt smáforrit sem kennir framburð ensku málhljóðanna í sömu röð og enskumælandi börn tileinka sér hljóðin, auk þess sem helstu undirbúningsþættir fyrir læsi eru kenndir og þjálfaðir. 

Smáforritið Kids Sound Lab, byggir á sömu aðferðafræði og íslenska smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, sem er íslenskt hugvit; aðferð sem Bryndís Guðmundsdóttir hefur þróað í starfi sem talmeinafræðingur um árabil og gefið út í þjálfunarefni fyrir allar íslenskar barnafjölskylur og skóla. Fjölmörg íslensk börn þekkja þetta efni bæði í bókum, spilum og smáforritum, sem eru nú komin út fyrir bæði iPad og iPhone.

Kids Sound Lab yfirlitssíða hljóðinÞað er talsvert afrek að komast í úrslit hjá svona stórum erlendum aðilum á sviði tækni og menntunar. Þetta gerist á
sama tíma og þjóðarátak í læsi stendur yfir hér á landi og er gríðarlega mikil viðurkenning á vinnu Bryndísar og samstarfsaðila hennar á sviði menntunar, málþroska og læsis.

Í grunninn er um að ræða aðferðafræðina sem er í íslenska efni ,,Lærum og leikum með hljóðin“ og Froskaleikjanna, sem fjölmörg börn, foreldrar og kennarar eru farin að vinna með hér á landi.

Til fróðleiks og upplýsinga:
Í allri umræðu um læsi og því hversu aftarlega við stöndum með íslenskuna gagnvart læsi og tæknivæðingu er tilefni til að minnast á það sem vel er gert af íslenskum fagaðilum. Smáforritin: Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleikir 1,2,3 og Froskaleikur Skólameistarinn, eru einu íslensku smáforritin, sem til eru, sem kenna börnum að bera íslensku hljóðin rétt fram, kenna umskráningu, orðaforða og alla nauðsynlega grunnþætti sem rannsóknir sýna að undirbúa læsi. Ég hef lagt nótt við dag síðustu ár í þróun þessara verkefna. Sömu grunnþætti í aðferðafræði hef ég sett út í  enskum smáforritum; Kids Sound Lab og Frog game 1,2,3 og Frog Game School en það er sama þörf erlendis á að vinna með sömu þætti. Það er þó sérstaklega mikilvægt til viðhalds íslenskunni sem lítils málminnihlutasamfélags að til séu vönduð smáforrit á þessu sviði fyrir íslensk börn. Viðurkenningin nú sýnir að aðferðafræðin og vandað efni sem upphaflega var þróað fyrir íslensk börn á heima víðar erlendis. Þá eru íslensku smáforritin og þjálfunarefni Lærum og leikum með hljóðin, sem er fyrir allar barnafjölskyldur mikilvæg í ljósi langra biðlista eftir talþjálfun)

Hér fyrir neðan eru tenglar á öll smáforritin í AppStore. Það er m.a. hægt að sjá myndir úr smáforritunum þar og lesa upplýsingar.

Þá eru upplýsingar á heimsíðunum:  kidssoundlab.com   og laerumogleikum.is

LÆRUM OG LEIKUM:
Smáforritið Leikum og lærum í AppStore
Kennslumyndskeið á íslensku
Íslenskt kynningarmyndskeið um Froskaleikina
Froskaleikur – skólameistarinn
Froskaleikur 1   FYRSTU HLJÓÐIN
Froskaleikur 2  NÆSTU HLJÓÐ
Froskaleikur 3  ERFIÐUSTU HLJÓÐIN

ENSKU LEIKIRNIR:kidssoundlab facebook slider
Kynningarmyndskeið um ensku leikina
Smáforritið Kids Sound Lab pro í AppStore
Link for the English App on youtube
Frog Game 1  Early sounds
Frog Game 2  Middle 8 sounds
Frog Game 3  Late developing sounds
Frog Game School

Bryndís Guðmundsdóttir M.A.CCC-SLP
Talmeinafræðingur
bryngudm@gmail.com
Makey Makey í Kelduskóla

Tónmenntakennsla

Í vettvangsnámi við Kelduskóla á yfirstandandi vormisseri urðum við kennaranemarnir (Andri Bjartur Jakobsson og Guðmann Sveinsson) þess heiðurs aðnjótandi að komast í tæri við MaKey MaKey uppfinninga búnaðinn. Starfsmaður við skólann, Rakel G. Magnúsdóttir, átti veg og vanda að því að kynna okkur fyrir þessu frábæra og fjölnota tæki. Kom því ekkert annað til greina en að nýta það til kennslu í vettvangsnáminu þó svo að aðrir hlutir hefðu verið skipulagðir samkvæmt kennsluáætlun, þetta var of spennandi tækifæri til að sleppa því!

Við kennaranemarnir ásamt leiðsagnarkennara okkar honum Svani Bjarka Úlfarssyni, settum búnaðinn upp og unnum verkefni með nemendum í 1. – 5.bekk.

En hvað er MaKey MaKey? makey

MaKey MaKey er einfaldur uppfinningabúnaður fyrir alla, börn jafnt sem fullorðna til að vinna með sköpun, listir, verkfræði og allt þar á milli. Búnaðurinn er hannaður af tveimur nemendum við MIT háskólann í Bandaríkjunum, sem trúa að allir séu frumlegir, skapandi og hugmyndaríkir. En þetta eru einmitt þeir þættir sem notkun MaKey MaKey kallar fram í hverjum þeim sem notar búnaðinn. Möguleikarnir eru nánast endalausir og takmarkast eingöngu við okkar eigið ímyndunarafl!

Hvað gerðum við með MaKey MaKey? tonmennt keldu

Þar sem við erum að sérhæfa okkur í tónmenntakennslu þá lá beinast við að hugsa notkun búnaðarins út frá þeim forsendum í kennslu. Okkur langaði til þess að kynna búnaðinn og notkunarmöguleika hans á sama tíma og verið væri að nýta hann á skapandi hátt með nemendum. Við ákváðum að notast við laglínur úr þekktum einföldum lögum eins og t.d. Mæja átti lítið lamb og Góða mamma. Flestir ef ekki allir krakkar hafa einhvern tímann heyrt þessi lög og þannig fannst okkur því tilvalið að hafa þau í forgrunni þar sem við vorum að vinna með búnaðinn í fyrsta skipti. En þegar fram líða stundir er ákjósanlegt að okkar mati að fara yfir í aðeins flóknari lög en það veltur vissulega á aldri og getustigi nemenda hverju sinni.

Við ákváðum að nýta okkur leir og ávexti sem hljóðgjafa og tengja svo við forrit sem framkallar píanóhljóð (fleiri hljóðfæri á boðstólum endurgjaldslaust í gegnum slóðina http://makeymakey.com/howto.php). Ástæða þess að leirinn varð fyrir valinu er sá að hann leiðir einstaklega vel en leiðni er sá þáttur sem skiptir hvað mestu máli við notkun búnaðarins, til þess að framkalla hljóð. Einnig nýttum við okkur appelsínur og perur við gerð verkefnisins en leirinn leiðir þó mun betur og er að okkar mati hvað hentugastur til notkunar með MaKey MaKey.

Við útbjuggum þrjár nótur úr leir en þessar nótur jafngiltu nótunum C-D-E á píanóinu. Sú hugmynd kom svo upp að nýta grafíska nótnaskrift (einnig úr leir) til þess að leiðbeina nemendum við að spila laglínurnar. Nóturnar voru búnar til úr sama leir og píanóið var gert. Mismunandi litur var á hverri nótu t.d. var C nótan úr grænum leir og D nótan úr bláum o.s.frv. Þannig var auðvelt að útbúa nóturnar á töfluna og nemendur áttu mjög auðvelt að lesa út úr og nýta sér grafísku nótnaskriftina.

Að lokum:godamamma makey

Notkun MaKey MaKey er að okkar mati frábær leið til að kynna möguleikana við sköpun og tónlistarflutning á öðruvísi og spennandi hátt. Hljóðfæri eru ekki nauðsynleg í þeim skilningi, heldur er svo margt annað krefjandi og frumlegt hægt að gera, ef horft er aðeins út fyrir kassann endrum og sinnum.

Eitt af því sem við gerðum til þess að virkja alla nemendur samtímis í þeim tímum sem búnaðurinn var notaður, var að búa til stóra keðju þar sem allir nemendur bekkjarins héldust í hendur og leiddu jörðina sín á milli í hring. Ef keðjan virkaði ekki sem skildi kom ekkert hljóð er slegið var á leir píanóið en hljóð framkallaðist ef keðjan hélst heil. Þetta var frábær æfing sem gerði alla nemendur að virkum þátttakendum í æfingunni og sýndi fram á mikilvægi þess að allir þurfa að taka þátt í keðjunni svo leiðnin næði alla leið á leiðarenda.

Okkur gafst því miður ekki tími til þess að prófa fleiri kennsluæfingar með nemendum en vonandi gefst okkur tækifæri í náinni framtíð til þess að nýta búnaðinn til enn meiri sköpunar í tónmennt. Það mátti greinilega sjá á nemendum að þeim fannst búnaðurinn alveg jafn spennandi okkur. Kennslan varð því virkilega gefandi, áhugaverð, skapandi og skildi að okkar viti helling eftir sig. Við hvetjum að sjálfsögðu alla kennara sem og aðra sem hafa áhuga á sköpun, nýjungum og öðruvísi verkfærum í kennslu að kynna sér MaKey MaKey.

Þó svo að við hefðum að gefnum ástæðum nýtt okkur búnaðinn eingöngu til tónmenntakennslu, þá er það síður en svo eina kennslugreinin sem getur nýtt sér búnaðinn. Samþætting á milli námsgreina er eitthvað sem kemur strax upp í hugann þegar hugsað er um notkunarmöguleika búnaðarins. Eins og áður kom fram þá er ímyndunaraflið það eina sem getur takmarkað okkur við notkun búnaðarins og af þeim ástæðum er tilvalið að nýta sér sköpunargáfu og frjótt ímyndunarafl nemenda eins og kostur er við notkun hans.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi búnaðinn í gegnum slóðina http://makeymakey.com/ þ.m.t. leiðbeiningar við uppsetningu, kennslumyndbönd og hugmyndir að verkefnum sem skemmtilegt væri að framkvæma.

Guðmann Sveinsson

Myndskeiðið hér fyrir neðan var tekið á meðan vettvangsnáminu stóð.
Nýjungar á UT-torgi

Núna  hefur bæst við síðan „Kennsluefni“ hér á vefnum. Þar er ætlunin að safna saman kennsluefni sem hentar til kennslu upplýsingatækni og/eða er hægt að samþætta upplýsingatæknina við önnur fög.

Fyrsta verkefnið í þessum flokki fjallar um „Mynd- og menningarlæsi„. Ida Marguerite Semey hefur tekið saman verkefnin sem stuðla að aukinni notkun upplýsingatækni í tungumálakennslu. Til verkefnisins eru notaðir samskiptamiðlarnir Pinterest og Youtube.
Moodle í Hólabrekkuskóla

Í menntabúðum sem voru haldnar 6. febrúar sl. kynnti Anna María Þorkelsdóttir hvernig kennarar Hólabrekkuskóla nýta Moodle í sinni kennslu. Reykjavíkurborg hefur sett upp miðlægan Moodle server fyrir grunnskóla sem hafa áhuga á að nýta Moodle í kennslu og kallast vefurinn Moodle fyrir grunnskóla.

Hér fyrir neðan er myndskeið með kynningu Önnu Maríu.