eTwinning fréttabréf

Á dögunum kom út september fréttabréf eTwinning. Að vanda er mikið að gerast hjá lærdómssamfélaginu.

Meðal annars eru kynntir nýir eTwinning sendiherrar, þau Rósa Harðardóttir hjá Norðlingaskóla og Hans Rúnar snorrason hjá Hrafnagilsskóla. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Í vetur verða í boði netnámskeið á eTwinning Live og School Education Gateway. Við hvetjum alla kennar til að taka þátt í þessum spennandi námskeiðum.

21. september til 26. október eru eTwinning vikur og meðal viðfangsefna verður samkeppni og ýmsir tengslaviðburðir.




eTwinning fréttabréf

Fréttabréf landskrifstofu eTwinning var að koma út.

Þar er að finna ýmsan fróðleik m.a. eru upplýsingar um möguleika á samstarfsverkefni á vormisseri. Endurbætur hafa verið gerðar á verkfærakistu School Education Gateway sem er systurvefgátt eTwinning. Efni þar inni er flokkað í 5 flokka, skólastjórnun, kennarar, stuðningur við nemendur, þátttaka foreldra og hagsmunaaðilar. Einnig er mjög áhugaverðar niðustöður könnunar um áhrif eTwinning á starfsþróun kennara.

Smelltu hér til að skoða fréttabréfið.

Landsfulltrúar eTwinning á Íslandi eru Guðmundur Ingi Markússon og Sigríður Vala Vignisdóttir.




MegaMenntabúðir Fréttir

Miðvikudaginn 28. september síðastliðinn voru haldnar Mega Menntabúðir.
Um 100 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt í viðburðinum sem var sameiginlegt átak Menntamiðju, UT-torgs, Sérkennslutorgs, Náttúrutorgs, Tungumálatorgs, Nýsköpunartorgs, Stærðfræðitorgs, Rannum, Reykjavíkurborgar og Landskrifstofu eTwinning.

Alls fóru fram 21 mjög fjölbreyttar kynningarnar, þær voru eftirfarandi:

Ármann Halldórsson frá Verslunarskóla Íslands kynnti hermi- og hlutverkaleikinn Klappland.
Stefán Bergsson frá Skáksambandi Íslands kynnti verkefnið Kennari verður skákkennari.
Hróbjartur Árnason frá kynnti forritin Office Mix og Onenote Classroom.
Björn Leví Gunnarsson og Þröstur Bragason frá Menntamálastofnun kynntu Micro Bit smátölvuna.
Ásta Ólafsdóttir frá Réttarholtsskóla kynnti verkefnið Creating games using Scratch.
Guðmundína Arndís Haralsdóttir og Rósa Harðardóttir frá Kelduskóla og Langholtsskóla kynntu verkefnið Book it!
Bergþóra Þórhallsdóttir frá Kópavogsskóla kynnti forritið Keywe.
Hrefna Björk Sigurðardóttir og Anna Wahlström frá Leikskólanum Holti kynntu verkefnið The four headed dragon.
Sólveig Þórarinsdóttir frá Leikskólanum Ösp kynnti verkefnið „Kulturudveksling„.
Hlíf Magnúsdóttir frá Selásskóla kynnti verkefnið „Grimmi tannlæknirinn„.
Sigurþór Einarsson, kennaranemi við kynnti forritið Yammer.
Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Akurskóla, Reykjanesbæ, kynnti danska Dúkkulísuverkefnið.
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir frá Langholtsskóla kynnti hugleiðingar um textílmennt.
Björgvin Ívar Guðbrandsson frá Langholtsskóla kynnti Kvikukassa.
Margrét S. Björnsdóttir frá kynnti forritið GeoGebra.
Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Laugó kynnti óformleg UT-studd námskeið.
Erla Stefánsdóttir frá Mixtúra margmiðlunarveri SFS kynnti forritið Reco Live.
Hans Rúnar Snorrason frá Hrafnagilsskóla kynnti verkefnið „e-Window„.
Elín Þóra Stefánsdóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur kynnti verkefnin „e-Show og Username: children Password: right.
Salvör Gissurardóttir frá kynnti Office 365 forritin Forms, Sway og QR-kóða.
Hjördís Ýrr Sveinsdóttir frá Hraunvallaskóla kynnti verkefnið Blastic.

Í lok dags veittu Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Guðmundur Ingi Markússon fulltrúar frá Landskrifstofa eTwinning ofangreindum eTwinning verkefnum gæðamerki eTwinning. Sérstök landsverðlaun voru veitt Grunnskóla Bolungarvíkur fyrir verkefnið Sound by sound step by step together, sem er samstarfsverkefni fjögurra landa og sameinar list, tónlist, leiklist og látbragðsleik.

Sjá nánar á vef Landskrifstofu eTwinning.

Þessa dagana heldur iNámskeið eTwinning námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Í boði eru tvö námskeið annars vegar staðnámskeið og hins vegar fjarnámskeið. Smelltu hér til að skoða auglýsinguna.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum




Fréttabréf eTwinning

Septemberfréttabréf eTwinning var að koma út. Eins og vanalega er það stútfullt af fræðandi og áhugaverðu efni. Landskrifstofan nýtir samfélagsmiðlana Facebook og Twitter, við hvetjum ykkur til að fylgjast með þeim þar. Umræðumerki þeirra er #eTwinningISL.

Í fréttabréfinu er fjallað um að hverju ber að huga að næsta skólaár, verkefnahugmyndir og íslensk kennslumyndskeið. Nýja útgáfan af eTwinning er mjög spennandi og kallast LIVE sem gerir kennurum kleift að streyma hljóði og mynd og halda fundi í rauntíma. Þá er fjallað um nýju vefgátt School Education, eTwinning þema í Samspili 2015 og vinnustofu á Sommaröy.

Smelltu hér til að lesa fréttabréfið.

 

 




Fréttabréf eTwinning

Á dögunum kom út fréttabréf janúarmánaðar frá eTwinning.

Í janúar verður eTwinning 10 ára, en verkefnið var sett af stað á ráðstefnu í Brussel 2005. Einnig er kynntur nýr vefur landskrifstofunnar og verður hluti af Erasmus+ Menntaáætlun ESB. Landskrifstofan hefur flutt inn í Borgartún.

Smelltu hér til að lesa fréttabréfið í heild sinni.




eTwinning ráðstefna í Róm 2014

http://conference2014.etwinning.net/http://conference2014.etwinning.net/videos/

Logo_litid_etw

Það voru glaðværir ferðalangar sem hittust á Keflavíkurflugvelli snemma morguns miðvikudagsins 26. nóvember. Þarna voru á ferðinni 7 kennarar og 2 verkefnisstjórar eTwinning á Íslandi og voru flestir að hittast í fyrsta sinn. Ferðinni var heitið til Rómarborgar á árlega ráðstefnu eTwinning sem haldin var í 9. sinn.

Mjög vel var tekið á móti þreyttum ferðalöngum á stórglæsilegu Marriott Park Hotel seint aðfararnótt fimmtudagins 27. nóvember, eftir 22 klukkustunda ferðalag. Hópurinn fékk að upplifa ýmsilegt á þessu langa ferðalagi, m.a. týndur farangur, flug fellt niður og hótel uppbókað.

Snemma að morgni fimmtudagsins 27. nóvember var förinni heitið í skoðunarferð um miðbæ Rómar. Þar sem áhugi hópsins var mismunandi var ákveðið að skiptast í þrjá smærri hópa. Mikið var um að vera í borginni m.a. voru kennarar að mótmæla og kröfðust hærri launa. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í bæjarferðinni.

Ráðstefnan var sett kl. 14:00 þann dag. Sjá nánari umfjöllun á ráðstefnuvefnum: http://conference2014.etwinning.net/2014/11/27/plenary-session-welcome-to-the-etwinning-2014-conference/. Það var menntamálaráðherra Ítalíu, Davide Faraone, sem hélt upphafsræðuna og bauð alla velkomna. Að því loknu fluttu fulltrúar NSS nokkur orð, því næst flutti Antonio Silva Mendes frá framkvæmdastjórn ESB nokkur orð og að lokum Marc Durando frá European Schoolnet. (sjá glærur)
Heildardagskránna er að finna hér: http://conference2014.etwinning.net/programme/

Að þessu sinni var það Lord David Puttnam sem flutti Keynote ræðuna sem gaf tóninn fyrir ráðstefnuna. Erindi hans sem var mjög áhugavert og áhrifaríkt, kallaðist “We are encountering three “climate changes” at once – digital, ecological and economic. Can our education systems cope with this triple threat?” Á eftirfarandi hlekk er umfjöllun um ræðuna hans: http://conference2014.etwinning.net/2014/11/28/plenary-session-ii-keynote-address-lord-david-puttnam-resilient-education/

Dagurinn endaði í stórskemmtilegum leik “Game of Romes”. Öllum þátttakendum hafði í upphafi verið skipt í hópa sem áttu að leysa ýmis verkefni í sameiningu. Meðal verkefna var að hanna grímu í anda skylmingaþræla (gladiators), semja sögu saman og tísta henni og semja dans við fyrirfram ákveðið lag. Þessir leikar voru mjög skemmtilegir og hristu mannskapinn vel saman.

Að kvöldi dags var boðið upp á glæsilegt kvöldverðarhlaðborð á 6. hæð hótelsins, þar sem allir þátttakendur ráðstefnunnar snæddu saman og áttu ánægjulega kvöldstund. Kvöldið endaði á útsýnisferð þar sem litin voru helstu kennileiti borgarinnar.

Að morgni föstudagsins 28. nóvember voru haldnar mjög fjölbreyttar og áhugaverðar vinnustofur. Sjá yfirlit hér: http://conference2014.etwinning.net/workshops/.

Við tókum þátt í eftirfarandi vinnustofum:

How to teach coding – Ingrid Maadvere and her pupils (sjá glærur)
Þessi vinnustofa var vel skipulögð og efnið aðgengilegt. Ingrid og tveir nemendur hennar kynntu verkefni þeirra sem unnið var með skóla á Ítalíu. Þau sýndu okkur helstu tól sem þau hafa verið að nota sem má sjá á glærunum hér fyrir ofan. Í lokinn fengu allir að prufa forritið Scrats til mikilar lukku og voru nemendur og kennara úr skólanum tilbúnir að aðstoða.

Hér fyrir neðan er hlekkur á umfjöllun um vinnustofuna á ráðstefnuvefnum: http://conference2014.etwinning.net/2014/11/28/how-to-teach-coding-workshop/

Introducing Coding to your Classroom – Tommaso Dalla Vecchia
Frábær vinnustofa sem var farið í helstu tól sem hægt væri að nota til að kenna forritun og hvað það væri mikilvægt að kennara myndu kynna sér þetta sem fyrst til að geta kennt nemendum sínum. Eftir innlegg frá kennara var hópum skipt í smærri einingar til að ræða hvað þeirra skóli hafi gert.

Kelduskóli komst á blaðið og var myndaband sýnt frá skólanum í báðar vinnustofur sem Tommaso var með. Hér má sjá grein og myndband um Code of the Week sem skólinn tók þátt í http://www.appland.is/blogg/code-of-the-week-kelduskoli

Setting online safety standards for schools – Janice Richardson and Stefan Opsomer
Í þessari vinnustofu var farið yfir það hvernig skólar gætu unnið að áætlun fyrir öruggari notkun á internetinu. Hópnum var skipt í smærri einingar sem áttu að vinna áætlun, margar vangaveltur komu fram og vildu sumir hafa allt harðlæst á meðan aðrir vildu hafa allt opið. Einnig var fjallað um að hver skóli ætti að setja reglur um internetið og netnotkun.

How to Flip your Clasroom! – Það var Helen de Lange sem hélt þessa vinnustofu sem var mjög vel skipulögð og efnið mjög aðgengilegt og skýrt (sjá glærur). Fyrirmynd hennar að vendikennslu er Katie Gimbar, sjá Ted-Ed myndskeið: http://ed.ted.com/on/BynFDc4l. Hún benti vefsíðuna: http://www.kennisnet.nl/themas/flipping-the-classroom/ en þar er að finna margar hugmyndir. Þau verkfæri sem hún nýtir sér eru: Camtasia, Jing, Screencast-o-matic, Screeenr, TeachingChannel, Edmodo, Khanacademy, Sparkol, TEDEd, Flip de Clip, Educreations, Youtube, Dropbox, Explain everything, Flipped classroom workshop.

Við fengum mikla hvatningu en einnig kviknuðu margar hugmyndir um hvernig við getum nýtt vendikennslu í störfum okkar.
Hér má sjá hlekk á umfjöllun um vinnustofuna á ráðstefnuvefnum:

http://conference2014.etwinning.net/2014/11/28/how-to-flip-your-classroom/

Twitter in the class and staffroom – Bart Verswijvel og Arjana Blazic.
Frábærir vinnustofustjórar, þau voru mjög hvetjandi og hugmyndarík og fengu þátttakendur til að taka virkan þátt. Arjana var með okkur í beinni útsendindu frá Ameríku. Þarna fengum við margar hugmyndir sem auðvelt er að tileinka sér og nýta þennan frábæra samskiptamiðil í kennslu. Sem dæmi má nefna að nemendur þurfa ekki að vera skráðir notendur til að nýta twitter, mögulegt er að nota hópskráningu; senda QR-kóða; varpa fram spurningum; búa til “fake” notanda t.d. látinn rithöfund; tísta dansandi og margt fleira, sjá nánari útfærslur á eftirfarandi slóð: . Þrátt fyrir smá hnökra í internettengingunni var þessi vinnustofa alveg ómetanleg.

Responsible use of the Internet – Sarah Willoughby. Í þessum vinnubúðum fjallaði Sarah um örugga notkun internetsins, fram fóru heilmiklar umræður og vangaveltur um bestu starfsvenjur í þeim efnum. Hún var með nokkuð af kennsluefni, bæklinga, bækur og dvd diska sem þátttakendur gátu tekið með sér heim. Á heimasíðu Safer Internet Centre í Bretlandi er að finna hagnýtar upplýsingar sem hægt er að nýta í kennslu: http://www.saferinternet.org.uk/. 10. febrúar er Alþjóðlegi netöryggisdagurinn, það eru SAFT og Samtökin Heimili og skóli sem standa fyrir áhugaverðri dagskrá og hvetjum við alla skóla til að kynna sér og taka þátt (fylgist með auglýsingu á http://www.saft.is). Til gamans má geta að Kelduskóli og Hólabrekkuskóli eru skráð í eTwinning verkefni sem tengist þessum degi. Eftirfarandi eru krækjur í fleiri heimildir: Esafety Label, Insafe, Esafety kit, Digital universe, Being online activity book og Safer Internet Day.

Á eftirfarandi hlekk er hægt að sjá glærur úr nokkrum vinnubúðum: http://conference2014.etwinning.net/presentations-2/

Dagurinn endaði á stórglæsilegum kvöldverði á Palazzo Taverna Via Dei Gabrielli. Húsið sem var byggt á 13. öld var í alla staði mjög aðlaðandi, borð- og húsbúnaður var hinn glæsilegasti. Við fengum skemmtilega borðfélaga frá Lúxemborg, Belgíu og Hollandi og voru umræður mjög fjölbreyttar.

Á laugardagsmorgninum gat hver og einn tekið þátt í einni vinnubúð en það voru 13 í boði. Stórglæsileg lokasamkoman var haldin í stærsta salnum á fyrstu hæð hótelsins, undir yfirskriftinni eTwinning & Competences. Þátttakendur í pallborðsumræðunum voru Brian Holmes, EACEA, Riina Vuorikari, IPTS, Donatella Nucci, Italian NSS og Patrick Griffin, University of Melbourne.

Að lokum voru veitt verðlaun fyrir Game of Romes leikinn. Ein úr okkar hópi fékk bol og heyrnartól í verðlaun fyrir frábæra framistöðu í leiknum. Síðdegis var svo haldið heim á leið og var ferðin nánast áfallalaus.

Ferðin var í alla staði frábær, vel skipulögð og mjög vel heppnuð. Það sem stendur upp úr er fólkið sem við kynntumst, hugmyndirnar sem við fengum til að nýta UT í störfum okkar og allar hugmyndirnar um framtíðar eTwinning-verkefni.

Takk fyrir okkur,
eTwinning ferðalangarnir,
Bjarndís og Rakel.




Menntabúðir V – fréttir

Fimmtudaginn 27. nóvember voru haldnar fimmtu menntabúðir haustmisseris. Að þessu sinni voru búðirnar með öðru sniði en venjulega, einungis var ein stöð þar sem allir sátu í hring og ræddu málin. Um 20 manns mættu og tóku þátt. Veitingarnar á borðunum voru í boði Ölgerðarinnar.

Eftirfarandi kynningar voru:

– Hanna Rún: kynning á edPuzzle, reynsla kennara úr Klettaskóla
– Tryggvi: kynning á möguleikum Google Hangouts, Menntamiðja
– Anna María: kynning á ChromeBook tölvunni, Hólabrekkuskóli
– Sesselja: kynning á kennsluhugmyndum um skapandi UT-vinnu, Ártúnsskóli
– Guðlaug Ósk: kynning á vefverkfæri eTwinning, Dalskóli

Það skapaðist mjög kósý og góð stemmning á þessum Menntabúðum eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna.

 




Tölvunámskeið á Kýpur

Á meðan flestir kennarar nutu sumarfrísins með fjölskyldu og vinum skelltu aðrir sér á tölvunámskeið á Kýpur. Var það tilkomið vegna Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins. Ný samstarfsáætlun Evrópusambandsins Erasmus+ sameinar mennta-, æskulýðs- og íþróttamál undir einn hatt. Áætlunin hófst þann 1. janúar 2014 og stendur yfir í sjö ár. Á því tímabili renna tæplega 15 milljarðar evra til fjölbreyttra verkefna sem eiga að efla menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttaiðkun almennings í Evrópu. Markmið Erasmus+ er tvíþætt. Að styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar, og að tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna 34 sem taka þátt í Erasmus+.

Áður gátu einstaklingar sótt um styrki en nú geta einungis lögaðilar (stofnanir) sótt um í menntahluta Erasmus+. Fjórir íslenskir kennarar sóttu námskeiðið sem haldið var í borginni Paphos á Kýpur, Svava Björk Ásgeirsdóttir og Sigríður Ásdís Erlingsdóttir, grunnskólakennarar úr Krikaskóla í Mosfellsbæ og Helena Valtýsdóttir og Anna Bjarnadóttir framhaldsskólakennarar úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Krikaskóli og Fjölbrautaskóli Vesturlands voru sem sé á meðal þeirra stofnana sem fengu styrk til verkefna að þessu sinni.

Námskeiðið nefndist „Web 2.0 tools for effective teaching and project work“ og var á vegum Teachers Training Institute í Tarnobrzeg í Póllandi. Tveir pólskir kennarar, Adam Stepinski og Boguslaw Lubanski, skipulögðu og sáu um kennsluna á námskeiðinu sem haldið var í húsakynnum International School of Paphos dagana 20.-29. júlí 2014. Kennslustofan var vel búin fartölvum og vel loftkæld, enda 36 stiga hiti úti og 80% raki. Námskeiðið hófst með „welcome dinner“ þar sem hópurinn kom saman á kýpverskum veitingastað og boðið var upp á „meze“ sem eru fjölbreyttir smáréttir. Þátttakendur gistu flestir á sama hótelinu og á hverjum morgni kom „skólabíll“ og sótti okkur og keyrði okkur í og úr skóla. Við fórum einnig saman í nokkrar skoðunarferðir með fararstjóra um Paphos og nágrenni og var það mjög skemmtilegt.

Námskeiðið, sem var 40 stundir, var skipulagt með það í huga að auka færni og þekkingu kennara á ýmsum forritum sem í boði eru á internetinu (einungis var farið yfir forrit sem styðjast við pc tölvur). Markmiðið var að kennarar fengju þekkingu og færni í þessum forritum til þess nota í kennslu sinni með börnum og unglingum sem og við skipulagningu starfs síns sem kennarar. Einnig var markmiðið að þátttakendur námskeiðsins mynduðu tengsl við aðra kennara í Evrópu og fengju innsýn inn í heim e-Twinning sem vissulega býður upp á margvísleg tækifæri fyrir kennara og nemendur til samstarfs og samskipta.

Á námskeiðinu var farið yfir viðamikið efni á stuttum tíma, en tíminn var mjög vel nýttur og góður tími gefinn fyrir þátttakendur að spreyta sig á þeim tólum sem verið var að kynna hverju sinni. Það sem farið var yfir var t.d. að blogga, að gera kannanir/próf, að búa til plaköt og tímarit á vefnum, að búa til teiknimyndasögur og persónur (avatars) og ljá þeim rödd, að setja texta við myndbönd, myndaforrit ýmis konar, að búa til tímalínu, e- bækur, kynningar og margt fleira. Í lok námskeiðsins voru þátttakendur með kynningar fyrir hópinn, þar sem fram kom aukin færni þeirra í því sem þeir lærðu á námskeiðinu. Sjá padletborð með yfirliti yfir verkfærin sem kennd voru á námskeiðinu.

Það var frábært og mjög lærdómsríkt að fá að taka þátt í þessu námskeiði og voru þátttakendur sammála um að það muni nýtast þeim í kennslu sem og til einkanota. Við kynntumst frábæru fólki frá Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi og munum vonandi koma til með að vinna e-Twinning verkefni með þeim í framtíðinni. Auk þess vakti litla Ísland mikla athygli hjá þátttakendum hópsins og mikið spurt og spekulerað um land okkar og þjóð.

Við hvetjum alla til að kynna sér það sem Erasmus+ áætlunin hefur upp á að bjóða sem og e-Twinning. Þar eru mörg tækifæri fyrir kennara og nemendur til skemmtilegs samstarfs.

Svava Björk Ásgeirsdóttir og Sigríður Ásdís Erlingsdóttir,
grunnskólakennarar í Krikaskóla, Mosfellsbæ.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á námskeiðstímanum




Menntabúðir II haust 2014 – fréttir

Síðastliðinn fimmtudag voru haldnar menntabúðir með aðeins öðruvísi fyrirkomulagi en venjulega. Búðirnar voru haldnar í samstarfi við Landskrifstofu Rannís og þemað var eTwinning. Kennarar í samstarfsverkefnum ásamt fulltrúum eTwinning kynntu ýmis verkefni og margar spennandi nýjungar í eTwinning. Eftir menntabúðirnar var móttaka í Fjöru þar sem Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður mennta- og menningarsviðs Rannís og Landskrifstofu Erasmus+, menntaáætlunar ESB, afhenti gæðaviðurkenningar fyrir verkefni síðasta skólaárs.

Þeir sem fengu viðurkenningar að þessu sinni voru:
Elín Stefánsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnin Christmas movie og A movie – I’m different, and I’m proud of it.
Zofia Marciniak, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnið Art Connects Us.
Kolbrún Svala Hjaltadóttir og samstarfskennarar, Flataskóla, fyrir verkefnin The tree full of spring birdsMore than frozen water og Schoolovision 2014.
Ragna Gunnarsdóttir, Flataskóla, fyrir verkefnið The European Chain Reaction 2014 og Primary students experiment, observe, investigate and create.
Rósa Harðardóttir og Laufey Einarsdóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið Blue Planet.
Rósa Harðardóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið Postcards from Europe.
Anna Magnea Harðardóttir, Hofsstaðaskóla, fyrir verkefnið Europe-so many faces.
Anna Sofia Wahlström, Leikskólanum Holti, fyrir verkefnið From picture to adventure.
Ásta Erlingsdóttir og samstarfskennarar, Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir verkefnið Social Networks and European Diversity.
Ásta Ólafsdóttir, Réttarholtsskóla, fyrir verkefnin Maths is everywhere 2013 og Tilings in Europe.

Í lokin var dregið var á milli skólanna og fengu Hofsstaðaskóli og Flataskóli gjafabréf í Tölvulistanum að andvirði 175 þúsund kr. hvor.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 16. október 2014




Menntabúðir – haustmisseri 2014

Haustmisserið 2014 verða haldnar 5 menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Alltaf á sama tíma kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Skráning er nauðsynleg, þú skráir þig með því að smella á dagsetningarnar hér fyrir neðan.

18. september:    Fartækni/snjalltækni
16. október:         eTwinning
30. október:         Sköpun
13. nóvember:     Vendikennsla
27. nóvember:    Opið hús/brot af því besta

Nútíma starfsþróun
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Jafnframt fá þátttakendur tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni. Menntabúðir stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Þátttakendur geta fengið staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,…) með sér og hægt verður að tengjast neti. 

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
3f – félag um upplýsingatækni og menntun
Menntasmiðja

Auglýsingaplakat á PDF formi.

Myndirnar hérna fyrir neðan eru samansafn af menntabúðum skólaárið 2013-2014.