12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).
Menntabúðir 3 – fréttir

Þriðju menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Fleiri nýjungar í nóvember„. Aðstandendur menntabúða vilja koma á framfæri þakklæti til þátttakenda fyrir að taka þátt í þessari tilraun og aðstoða við þróun verkefnisins.

Svæðinu var skipt upp í 5 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi viðfangsefnum: Kynning á námsleikjavefnum paxel123.com, kynning á prufuútgáfu námsleik fyrir iPad sem verið er að leggja lokahönd á fyrir iPad, kynning á hvernig smáforritin Book Creator og Story Creator eru nýtt í lestrarkennslu, kynning á grunnatriðum í Geogebra, kynning á skjalavinnslu á vefnum, flettibækur o.fl., fliphtml5crocodocscribd. Sjá nánar: pdf skjöl á vefnum og lesa skjöl á vefnum. Kynning á TouchCast, Edmodo, PaperCamera, ComicLife, Google Drive, Google Maps. Kynning á kennsluáætlun um netöryggi fyrir grunnskóla. Leikur að læra um verkfæri og notkun þeirra í námi og störfum – Samskipti, samfélagsmiðlar og margs konar tæknibúnaður. Nýting GoogleDocs o.fl. Uppbygging verkfærabanka? Leikur sem var verið að prófa í námskeiði við Háskóla Íslands. 277 færslur söfnuðust í GoogleDocs. Teymisvinna í anda Lífshlaupsins.

Miklar og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin fóru fram umræður þar sem m.a. kom fram mikil ánægja með búðirnar og greinilegur vilji til að halda verkefninu áfram. Einnig kom fram að einn grunnskóli er farinn að nýta sér „Menntabúðaaðferðina“ á meðal kennara til þess að miðla upplýsingatæknina sín á milli.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 21. nóvember.
Google Apps for Education

Google Apps for Education er í raun gmail pósturinn ásamt öllu sem honum fylgir en á léni skólans (t.d. @krummi.is). Í Google Apps er öflugur póstþjónn sem geymdur er í skýjunum en í viðbót við tölvupóstinn hefur hver notandi aðgang að vönduðum vefforritum s.s. Google Drive með ritvinnslukerfi, töflureikni, ásamt glærugerðartóli, heimasíðukerfi og ýmsu fleiru. Ekki má gleyma Google Calendar sem er gríðarlega öflugt skipulagstól. Hægt er að samnýta dagatöl í Google Calendar með öðrum og birta á heimasíður.

Ritvinnsluskjöl, töflureiknar og skyggnutól sem eru til staðar í Google Apps geta að miklu leyti leyst af hólmi hefðbundinn Microsoft Office pakka. Að auki er einn stærsti kostur þess að taka upp Google Apps sá að margir geta unnið í sama skjali á sama tíma. Allir sjá breytingar hvers annars og allt gerist á rauntíma. Allar breytingar í skjölunum vistast um leið og þær eru gerðar þannig að enginn texti glatast í Google Apps.

Öll ofangreind þjónusta fer fram í gegnum netið og því þarf engin forrit nema vafra til þess að nýta hana.

Hver notandi sem skólinn stofnar (starfsfólk/nemendur) fær 30 GB geymslurými sem verður að teljast nokkuð rausnarlegt. Að auki eru ýmsar undanþágur frá geymslurými Google. Myndir sem eru stærri en 2048×2048 pixlar taka upp geymslurými en myndir undir þeirri stærð taka ekkert pláss. Það sem þú býrð til í Google Drive eða skjöl sem þú breytir í Google Drive skjöl taka ekki af geymslurýminu og skiptir þá engu með fjölda mynda í skjölunum. Hægt er að geyma skrár sem hver um sig er allt að 10 GB.

Öll þessi þjónusta er ókeypis fyrir skóla. Ef skólar halda úti sínu eigin póstkerfi eða greiða fyrir slíka þjónustu er hægt að spara stórfé með því að færa sig yfir í Google Apps.

Slóð á kynningu hér.
Slóð á youtube myndskeið um Google Drive hér.

Hans Rúnar Snorrason
Kennari og tölvuumsjónarmaður við Hrafnagilsskóla.

Hér fyrir neðan getur þú séð myndbandsupptöku frá fyrirlestri sem Hans Rúnar hélt á ráðstefnu 3f félags um upplýsingatækni og menntun „Í skýjunum“.