Vendikennsla.is

Námsgagnastofnun hefur opnað vefinn Vendikennsla, þar er hægt að deila námsefni til að nýta við vendikennslu. Efnið er vistað hjá Námsgagnastofnun og er öllum opið án endurgjalds.  Engin ritstýring verður á efninu en staðfesta þarf höfundarrétt og veita þarf samþykki fyrir birtingunni.

Vefurinn er skýr og einfaldur í notkun. Nú þegar er komið inn þó nokkuð af efni til að nýta í íslensku- og náttúrufræðikennslu.