Menntabúðir 1 – fréttir

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Trix, tækni og tengslanet“. Einstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur.

Svæðinu var skipt upp í 7 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: twitter (#menntabudir @ut_torg), Doceri, TouchCast, Turfhunt, Relanpro, PowToon, Vendikennsla, Opið menntaefni, Pinterest, Vefveggspjöld.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Einnig komu fram tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 7. nóvember. Skráning er þegar hafin.

Sólveig Jakobsdóttir og Svava Pétursdóttir fjalla um menntabúðirnar á bloggsíðum sínum. Smelltu á nöfnin þeirra til að lesa færslurnar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 31. október 2013.
Hópar á netinu

Íslenskir umræðuhópar á netinu er tengjast upplýsingatækni í menntun eru þó nokkrir. Einkum eru þetta Facebook-hópar og víða fer fram öflug umræða, upplýsingamiðlun og gagnlegt samstarf.

Upplýsingatækni í skólastarfi
Eins og lýsingin segir er þar fjallað um allt sem snýr að upplýsingatækni í skólastarfi. Meðlimir deila hver með öðrum upplýsingum og reynslusögum af ýmsum verkfærum og netþjónustu sem tengist upplýsingatækni í skólastarfi.
322 meðlimir sumarið 2013
Spjaldtölvur í námi og kennslu
Elsa Dóróthea, Guðlaug og Hanna Rún, M.Ed. nemendur á Menntavísindasviði HÍ stofnuðu þennan hóp vorið 2012 sem lið í verkefni í áfanganum Nám og kennsla á netinu. Markmiðið var að safna upplýsingum um notkun spjaldtölva í námi og vonuðust stofnendur til að síða hópsins yrði virk og lifandi.
1944 meðlimir sumarið 2013
Smáforrit í sérkennslu
Lýsing á starfsemi hópsins er: Hér getum við deilt með okkur tenglum á gagnleg smáforrit sem henta vel í kennslu nemenda með sérþarfir. Meðlimir benda á  og deila reynslusögum af notkun smáforrita í sérkennslu.
322 meðlimir sumarið 2013

Android spjaldtölvur í grunnskólum
Hann á að vera samráðsvettvangur fyrir grunnskólakennara sem vilja kynna sér notkun spjaldtölva í skólastarfi. Hérna er einkum horft til búnaðar sem notar Android stýrikerfið. Við skiptumst á upplýsingum um gagnlegan hugbúnað eða öpp sem nota má í kennslu með Android snjalltækjum.
58 meðlimir sumarið 2013

Moodle
Þessi hópur er samfélag Moodle notenda á Íslandi þar sem meðlimir fjalla um nýjungar í Moodle og aðstoða hver annan.
320 meðlimir sumarið 2013

Fjar- og netkennsla
Hópur fyrir þá sem stunda og/eða hafa áhuga á fjar- og netkennslu.
70 meðlimir sumarið 2013

Opið menntaefni
Í þessum hópi fara fram umræður um opið menntaefni sem hentar öllum skólastigum.
196 meðlimir sumarið 2013

Vefsmíðar og vefumsjón
Vefsmíðar og vefumsjón er samstarfsvettvangur fyrir skólafólk á öllum skólastigum sem vinnur að vefsmíðum eða hefur umsjón með vefjum sem tengjast skólastarfi. Þangað er hægt að leita með ábendingar og athugasemdir, sækja hollráð og aðstoð.
50 meðlimir sumarið 2013

FSF – Hagnýt upplýsingatækni
Samstarfshópur á vegum Félags kennara á starfsbrautum.
100 meðlimir sumarið 2013

Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ). Samfélag á Ning fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
217 meðlimir sumarið 2013

Ábendingar um fleiri virka hópa á netinu eru vel þegnar.     hopar-a-netinu_200