Menntabúðir III 2014 – fréttir

Fimmtudaginn 10. apríl sl. voru haldnar UT-menntabúðir í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Að þessu sinni var annað snið á búðunum. Í staðinn fyrir að skipta svæðinu í nokkrar stöðvar þar sem eitt viðfangsefni er kynnt á hverri stöð, var einungis ein stöð og fóru allar kynningarnar fram þar.

Kristín Jónsdóttir kynnti FlipGrip, 90 sek. video-frásögn. Kennari leggur fram spurningu sem nemendur svara í 90 sek. myndskeiði.
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir kynnti Powtoon, hvernig það er nýtt í ljósmyndunarkennslu. Einnig hvernig Smore er nýtt í upplýsingatæknikennslu.
Ásdís Steingrímsdóttir kynnti Pinterest, samfélagsmiðill – vefsíðusafn.
Þorbjörg Guðmundsdóttir kynnti Touchcast, mjög flottar videokynningar (VideoWeb).
Ágústa Guðmundsdóttir kynnti Kahoot, veflægt spurningakerfi sem byggir á game-based digital pedagogy. Virkar á öllum tækjum.
Salvör Gissurardóttir kynnti Hopscotch, einfalt forritunarmál fyrir iPad. Kynningarmyndskeið á íslensku.
Tryggvi Thayer kynnti Raspberry pi, lófastór tölva sem keyrir á Linux stýrikerfinu. Tölvuna er hægt að forrita til að gera nánast hvað sem er.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum.
Nýjungar á UT-torgi

Núna  hefur bæst við síðan „Kennsluefni“ hér á vefnum. Þar er ætlunin að safna saman kennsluefni sem hentar til kennslu upplýsingatækni og/eða er hægt að samþætta upplýsingatæknina við önnur fög.

Fyrsta verkefnið í þessum flokki fjallar um „Mynd- og menningarlæsi„. Ida Marguerite Semey hefur tekið saman verkefnin sem stuðla að aukinni notkun upplýsingatækni í tungumálakennslu. Til verkefnisins eru notaðir samskiptamiðlarnir Pinterest og Youtube.
Menntabúðir 2 – fréttir

Aðrar menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Nýsköpun í nóvember. Einstaklega ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur. Einnig var ánægjulegt að sjá hversu mörg ný andlit bættust í hópinn frá fyrstu menntabúðum.

Svæðinu var skipt upp í 9 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: Kynning á valnámskeiðinu „Skapandi verkfræði og forritun„; Kynnng á Google umhverfinu og hvernig það er notað í kennslu; Kennsla á iPad smáforritin Stop Motion; Puppet Pals og Book Creator; Gerð stemningsmynda (moodboard, visionboard) með Pinterest og Polyvore; Rafræn dreifibréf (smore), fréttabréf og póstlistar (MailChimp), vefsmíðar með scrollkit; Smáforrit í stærðfræðikennslu; VendikennslaExplain Everything og Final Argument; Myndrænir örmiðlar Vine (tengt Twitter) og Instragram; Kynning á Edmodo kerfinu; Smáforrit í sérkennslu, Puppet Pals, Story Creator og Bitsboard; Kynning á Socrative og umræður um rafræna prófmiðla; Smáforrit frá Gebo Kano, Segulljóð fyrir iPad og iPhone, Krakkaseglar fyrir iPad, Kveikjarinn ritunaræfingaforrit bæði fyrir spjaldtölvur og borðtölvur, Formþrautaleikurinn IKUE sem tengist rúmskynjun og rúmfræði; MOOC – hvað er það, möguleg þróun UT-MOOC’s á Íslandi; Moodle; Gagnaukinn veruleiki með spjaldtölvum og snjallsímum. Smáforrit á borð við:  Aurasma, Wikitude, LandscapAR.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin stjórnaði Svava Pétursdóttir umræðum þar sem þátttakendur tjáðu sig um viðburði dagsins. Fram komu tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvemberSkráning er þegar hafin.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 7. nóvember.
Menntabúðir 1 – fréttir

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Trix, tækni og tengslanet“. Einstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur.

Svæðinu var skipt upp í 7 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: twitter (#menntabudir @ut_torg), Doceri, TouchCast, Turfhunt, Relanpro, PowToon, Vendikennsla, Opið menntaefni, Pinterest, Vefveggspjöld.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Einnig komu fram tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 7. nóvember. Skráning er þegar hafin.

Sólveig Jakobsdóttir og Svava Pétursdóttir fjalla um menntabúðirnar á bloggsíðum sínum. Smelltu á nöfnin þeirra til að lesa færslurnar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 31. október 2013.