Menntabúðir sem starfsþróun

Menntabúðir eins og við köllum EduCamp eða EdCamp er skemmtilegasta og áhrifaríkasta leiðin til starfsþróunar sem ég hef tekið þátt í síðastliðin ár. Menntabúðir hafa verið í þróun hér á landi síðan 2012 og hef ég verið svo heppin að vera þátttakandi í því ferli frá bryjun. Upprunalega módelið af Educamp, sem við vinnum eftir kemur frá Kólumbíu. Sjá grein eftir Diego Ernesto Leal Fonseca hjá EAFIT University.

Markhópurinn okkar er kennarar á öllumskólastigum og kennaranemar, en einnig hafa aðilar utan þess ramma tekið þátt og gefið búðunum skemmtilegan blæ. Meginmarkmið menntabúða er óformleg jafningjafræðsla og að efla tengslanet þátttakenda. #menntabudir #uttorg

Viðfangsefni hverra menntabúða á vegum UT-torgs er upplýsingatækni í námi og kennslu út frá ákveðnu þema, þátttakendum er einnig frjálst að koma með tillögur að umfjöllunarefni. Skipulagið er mjög sveigjanlegt, þátttakendur skrá sig, gefa stutta lýsingu á kynningu ef þeir vilja vera með kynningu. Þó eru kynningar mjög oft ákveðnar á staðnum.

UT-torg hefur staðið fyrir menntabúðum í samstarfi við Menntamiðju, Rannum, Reykjavíkurborg, Menntasmiðju, 3F, Nýherja, Epli og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mjög ánægjulegt er að fylgjast með útbreiðslu aðferðarinnar hér á landi sem fer eins og eldur í sinu. Fjöldi skóla hafa tekið hana upp, aðlagað hana að sínum aðstæðum og hefur hún m.a. verið nýtt sem vettvangur fyrir kennara, nemendur og forledra.

Í þessari viku eru áætlaðar menntabúðir í Ólafsfirði og á Vesturlandi. Samstarfshópurinn sem stendur að menntabúðum á Norðurlandi #Eymennt samanstendur af kennurum og skólastjórnendum. Og verða þær haldnar í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði á morgun 1. nóvember kl. 16:15. Sjá auglýsingu.

Hjálmur Dór Hjálmsson stendur að menntabúðum á Vesturlandi „Skapandi skólastarf á Vesturlandi“ í samstarfi við kennara og skólastjórnendur. Og verða þær haldnar fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15:30 í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi. Sjá auglýsingu.

Markmiðið er að halda menntabúðir í sem flestum skólum í hverjum landshluta.
Menntabúðir Forritun – Fréttir

Fimmtudaginn 27. október voru haldnar Menntabúðir og umfjöllunarefnið var forritun og leikjafræði. Rúmlega 30 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt sem var samvinnuverkefni UT-torgs, Menntamiðju, Reykjavíkurborgar, RANNUM og Menntavísindasviðs HÍ.

Eftirfarandi kynnigar voru:

 • Gunnar Ingi Magnússon frá RÚV, kynnti Microbit tölvuna og nýja forritunarkennsluvef www.krakkaruv.is/kodinn.
 • Guðrún Randalín Lárusdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskólans og Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans, kynntu Forritunarkeppni grunnskólanna og fyrirhugaðar Forritunarbúðir fyrir kennara (nánar auglýst síðar).
 • Jórunn Pálsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson, kennarar og verkefnastjórar í Melaskóla, kynntu Lego Wedo.
 • Anna María Þorkelsdóttir, verkefnastjóri í Hólabrekkuskóla, kynnti forritunarkennslu í Hólabrekkuskóla en þar er hefst forritunarkennsla í 1. bekk.
 • Tryggvi Thayer, verkefnastjóri Menntamiðju, kynnti tónlistarforritun án kóðunar.
 • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ, kynnti ýmsar bjargir fyrir kennara um forritun. Sjá sameiginlega Padlet töflu. Taflan er opin og hugmyndin er að við söfnum í sameiningu góðum tenglum og sögum, fordæmum í forritunarkennslu.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum.
Menntabúðir haust 2016

Á haustmisseri 2016 verða haldnar þrennar Menntabúðir um UT í námi og kennslu. Þær fara fram í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Tímasetningin er alltaf sú sama kl. 16:15-18:15. Smelltu hér til að sjá Smore auglýsinguna.

Menntabúðir (e. EduCamp) er hagnýt og áhrifarík aðferð til starfsþróunar sem við höfum haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum.

Umfjöllunarefnið er opið, þátttakendur geta komið með uppástungur en einnig hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það. Það getur verið allt frá því að fá kennslu á ákveðið forrit yfir í að safna hugmyndum að námskeiði.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.

Smelltu á dagsetningarnar til að skrá þig á menntabúðirnar.

Samstarfsaðilar: UT-torg, Reykjavíkurborg, Menntamiðja, Rannum og Menntavísindasvið HÍ.

Myndskeiðið hér fyrir neðan er tekið upp á menntabúðum 10. mars 2015.

 
Menntabúðir haust 2015

Á haustmisseri 2015 verða haldnar þrennar menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Yfirleitt á sama tíma kl. 16:15-18:15 ýmist í stofu H-207  eða K-207 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Þær eru haldnar samhliða UT-átaki Menntamiðju og UT-torgs Samspil 2015 og fylgja mánaðarlegu þema þess.

Menntabúðir hafa fest sig í sessi sem nútíma starfsþróun starfandi kennara á öllum skólastigum. Skólar víða um land hafa tekið upp menntabúðaformið og nýtt á starfsdögum eða á fundartímum. Menntabúðir er samkoma eða fundur þar sem kennarar koma saman og deila þekkingu og reynslu á upplýsingatækni sín á milli. Þær hafa verið kallaðar „e. Unconference“. Í sttu máli skiptast þátttakendur í kynna og áhorfendur, nokkrar stöðvar eru settar upp þar sem kynnar segja frá einhverju áhugaverðu tengdu UT, biðja um aðstoð við að leysa ákveðið vandamál eða kennslu á UT-verkfæri. Áhorfendur ganga á milli stöðva, fylgjast með og eru virkir í samræðum á þeim stöðvum sem vekja áhuga þeirra. Mikil áhersla er lögð á tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Þátttaka er ókeypis.

Skráning er nauðsynleg, með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan ferðu á auglýsingasíðu þar sem þú getur skráð þig. Við hvetjum þátttakendur til að hafa meðferðis fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma, …).

Menntabúðir 18. september 2015. Þema: Námsumsjón og námsmat. Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna og skrá þig.  
Menntabúðir 28. október 2015. Þema: Forritun og leikjafræði. Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna og skrá þig.  
Menntabúðir 25. nóvember 2015. Þema: Netbundin verkfæri tengd námssviðum. Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna og skrá þig.  

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
Reykjavíkurborg og Menntasmiðja
Menntabúðir vor 2015

Vormisserið 2015 verða haldnar 4 menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Alltaf á sama tíma kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.

Skráning er nauðsynleg, með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan ferðu á auglýsingasíðu þar sem þú getur skráð þig. 


Menntabúðir 3. febrúar 2015. Þema: BETT (Bestu Ensku Tækni Trixin). Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna.
3._feb_2015_mm
Menntabúðir 3. mars 2015. Þema: Skýjalausnir í skólastarfi.
Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna.
3._mars_2015_mm
Menntabúðir 23. mars 2015. Þema: Samfélagsmiðlar í skólastarfi.
Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna.
23._mars_2015_mm
Menntabúðir 27. apríl 2015. Þema: Sköpun, tjáning, miðlun.
Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna. 
27._april_2015_mm

Nútíma starfsþróun
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Jafnframt fá þátttakendur tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni. Menntabúðir stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Þátttakendur geta fengið staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍÞátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,…) með sér og hægt verður að tengjast neti.

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
Reykjavíkurborg og Menntasmiðja
Menntabúðir – haustmisseri 2014

Haustmisserið 2014 verða haldnar 5 menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Alltaf á sama tíma kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Skráning er nauðsynleg, þú skráir þig með því að smella á dagsetningarnar hér fyrir neðan.

18. september:    Fartækni/snjalltækni
16. október:         eTwinning
30. október:         Sköpun
13. nóvember:     Vendikennsla
27. nóvember:    Opið hús/brot af því besta

Nútíma starfsþróun
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Jafnframt fá þátttakendur tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni. Menntabúðir stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Þátttakendur geta fengið staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,…) með sér og hægt verður að tengjast neti. 

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
3f – félag um upplýsingatækni og menntun
Menntasmiðja

Auglýsingaplakat á PDF formi.

Myndirnar hérna fyrir neðan eru samansafn af menntabúðum skólaárið 2013-2014.
Menntabúðir II 2014 – fréttir

Þriðjudaginn 25. febrúar voru haldnar menntabúðir í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, yfirskriftin var „Múkk, múður og miklu meira. Góð þátttaka var og framlögin af fjölbreyttum toga.

Svæðinu var skipt upp í 4 stöðvar og umfjöllunarefni þeirra voru eftirfarandi: Thinglink og smáforrit í sérkennslu, Spiderscribe (hugarkortsforrit) og Typingweb (vélritunarkennsla), reynsla af xMOOC námskeiðum hjá Coursera, upplýsingatækni í heimspekikennslu og samfélagsgreinum, Moodle – netnam.reykjavik.is, hugstormun/skipulag atburða á vegum íslensku opnu menntaefnishreyfingarinnar (#IceOER), kynning á MOOC Linda o.fl., Doceri.

Hér fyrir neðan er samantekt á umræðum sem fram fóru í tveimur menntabúðum um MOOC og Moodle.

Hvað er hægt að gera til að auðvelda kennurum að nota Moodle?
Það er möguleiki á að stilla kerfið þannig að kennarar þurfa einungis að fylla inn í staðlað sniðmát. Einnig eru nokkrir kennarar tilbúnir að deila með öðrum námskeiðum sem þeir hafa þegar sett upp í Moodle-kerfinu. Hugmynd er að hafa einn miðlægan Moodle-server fyrir Ísland. Við erum svo fá að það svarar ekki kostnaði að hver skóli sé með sitt eigið Moodle-kerfi. Reykjavíkurborg býður upp á hýsingarþjónustu fyrir grunnskóla.“
„Fyrir ári síðan vissi ég ekki hvað Moodle var, núna er ég með alla kennsluna mína þarna inni. Þetta er einfalt í notkun en svolítið tímafrekt.“
„Það þarf að þjálfa nemendur í þessum vinnubrögðum. Með Moodle er búið að taka af þeim afsakanir eins og: ég vissi ekki, búin að týna þessu.“

eTwinning
„Reynsla af því styrkir umsókn um styrki frá Evrópusambandinu og NordPlus.“
„Þriðjungur grunnskóla landsins eru skráðir, nánast allir framhaldsskólar en aðeins 15% leikskóla.“
„eTwinning verkefni víkka sjóndeildarhringinn, leiðir út í önnur vekrefni t.d. Comenius. Náttúrufræðikennsla; kennslan er markvissari þegar þarf að standa skil. Þekkingarflutningur, gera nýja hluti t.d. Geogebra. Starfsþróun, kynnast nýju fólki.“
„Hægt að fara í einfalt verkefni í Evrópusamstarf, ferðast á marga staði og efla tengslanetið.“

Mooc
„Opið netnámskeið. Trufltækni, mat á námi, öðruvísi mat jafnvel jafningjamat. Icelandic online. Connectivista Mooc.“

Samstarfsaðilar að menntabúðunum eru: UT-torg og Menntamiðja, Aðrir á Menntavísindasviði: Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Menntasmiðja.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðum 25. febrúar.
Múkk og múður menntabúðir

Fimmtudaginn 6. febrúar og þriðjudaginn 25. febrúar kl. 16-18 verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. (Smelltu á dagsetningu til að skrá þig). Fyrir áramót voru haldnar þrennar menntabúðir sem mæltust mjög vel fyrir og var þátttaka góð. Þátttakendur komu víða að og eru dæmi um að nokkrir lögðu á sig allt að tveggja klukkustunda ferðalag. (Sjá smore auglýsingu)

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og fyrir kennaranema. Þátttakendur fá staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.

Mikil vakning er í tengslum við fjarnám, vefnám, spjaldtölvur, innleiðingu nýrrar aðalnámskrár svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg áhugaverð þróunarverkefni eru í gangi úti í skólunum sem vert er að fylgjast með. Áhersla verður lögð á tengslamyndun fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Meginmarkmið menntabúða er að:
a) skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
b) veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
c) stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna verður aðaláhersla þessara menntabúða MOOC (sjá umfjöllun um MOOC námskeið) og Moodle (sjá umfjöllun um Moodle) en að sjálfsögðu er opið fyrir önnur framlög. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í hvert skipti til að auðvelda utanumhald og skipulagningu. Smelltu á dagsetningarnar hér fyrir ofan til að skrá þig.

Fyrirkomulag:
Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Tryggt verður að nóg áhugavert efni verði til reiðu. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,…) með sér og hægt verður að tengjast neti.

Samstarfsaðilar menntabúða:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
Menntasmiðja

mukk_og_mudur
Ráðstefna í Norðlingaskóla

Samtök áhugafólks um skólaþróun standa fyrir ráðstefnu í Norðlingaskóla þann 14. ágúst n.k., þemað erTilbúin fyrir tæknina? Sóknarfæri og hindranir!“Að vanda er í boði mjög metnaðarfull dagskrá með fyrirlestrum, málstofum, verkstæðum,  sýningum og kynningum.

Eftirfarandi erindi verða fyrripart dags:

 • „Nátttröll í nýju ljósi?“ Um hættuna á stöðnun kennsluhátta og náms með notkun upplýsingatækni. Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla.
 • Smíðavöllurinn – Stafræn miðlun, skapandi vinna og nám. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla.
 • Að venda sinni kennslu í kross! Sagt frá speglaðri kennslu (e. flipped classroom) á Háskólabrú Keilis. Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú.
 • Veröld ný og góð: Um hugmyndir, áætlanir og ótta við ný tæki. Hörður Svavarsson, skólastjóri við leikskólann Aðalþing.

Eftirfarandi málstofur verða seinnipart dags: 

 • „Paddan sem breytti lífi mínu“. Reynsla kennara af gerð kennslumynda með spjaldtölvu. Kristján Bjarni Halldórsson, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
 • Rafræn skólastofa – virkjum nemendur til náms. Ágúst Tómasson og Ágústa Bárðardóttir, kennarar í Vogaskóla.
 • Málstofa um innleiðingu tölvu- og upplýsingatækni. Eygló Sigurðardóttir, kennari í Sjálandsskóla.
 • Af skjá í bók. Rannveig Lund, sérfræðingur í lestri og stafsetningu.
 • Nemendur með sérþarfir og upplýsingatæknin. Þorbjörg Garðarsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 • Spegluð kennsla / Vendikennsla (e. flipped instruction, reversed teaching). Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar.
 • Málstofa – Mentor kynnir nýtt viðmót fyrir nemendur. Vaka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor á Íslandi.
 • Fartækni og skólaþróun. Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is), Skúlína Hlíf Kjartansdóttir (shk10@hi.is).  
 • Forritun – vinnustofa. Rakel Sölvadóttir, Skema.
 • Innleiðing á spjaldtölvum í kennslu – Hvað þarf að hafa í huga? Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Skema.
 • Tæknibrölt í Grundaskóla. Flosi Einarsson og Borghildur Jósúadóttir.
 • GarageBand í kennslu. Ólafur Schram, tónmenntakennari í Sjálandsskóla.
 • Bitsborda appið í kennslu. Hrafnhildur Sigurðardóttir, umsjónarkennari á miðstigi í Sjálandsskóla.
 • Educreation appið í kennslu. Ingunn Þóra Hallsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stig í Sjálandsskóla.
 • Námskeið um ratleiki fyrir síma. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri Locatify.Rannum – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun

Rannum var stofnuð árið 2008 af Fagráði í upplýsingatækni og miðlun við KHÍ og hefur verið starfrækt síðan. Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun.

Upplýsingatæknibyltingin hefur valdið gríðarlegum breytingum sem móta störf og lífsstíl fólks og hvergi sér fyrir endann á. Áhrif á nám og skólastarf hafa einnig verið töluverð. Innlendar og erlendar rannsóknir benda til að tölvuvæðing grunnskóla sé langt komin hér á landi en nýting upplýsingatækninnar mun síður.

Mikil þróun hefur engu að síður átt sér stað í fjarnámi og -kennslu, ekki síst í kennaramenntun og á framhaldsskólastiginu. Kortleggja þarf þróun í nýtingu upplýsingatækni á öllum skólastigum, kanna m.a. áhrif hennar á uppeldi og skólastarf, kennara og nemendur, hvernig efla má færni nemenda og kennara á sviðinu, skoða möguleika og tálma sem í tækninni felast og þau vandamál sem henni geta fylgt.

Brýnt er að bæta og auka samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hvað varðar rannsóknir og þekkingarmiðlun. Einnig þarf að efla samstarf um nýsköpun, þróun og mat, t.d. á stafrænu námsefni og fræðsluefni fyrirtækja, stofnana og safna, afþreyingarefni eða leikjum, búnaði sem stuðlar að tæknilæsi á meðal barna og unglinga og margvíslegum hugbúnaði til skráningar, samskipta og miðlunar.

Rannsóknarstofan stefnir að því að skoða þarfir og safna hugmyndum að rannsóknum og þróunarverkefnum á vettvangi. Sett verður fram áætlun sem felur í sér þjálfun háskólanema og ungs vísindafólks í nánu samstarfi við skóla og atvinnulíf. Stefnt er að öflugu samstarfi innlendra og erlendra aðila af mismunandi fræðasviðum.